Hvað hefði ég gert? Hrannar Pétursson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu viku sýna að forseti Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskipan Íslands. Þeir sýna að forsetaembættið er ekki tildurembætti og það skiptir máli hver gegnir því. Líkt og margir aðrir fylgdist ég náið með atburðunum sem urðu til þess að forsætisráðherra sagði af sér og ný ríkisstjórn var mynduð. Sem frambjóðandi til embættis forseta Íslands mátaði ég sjálfan mig í aðstæðurnar og hugleiddi hvernig ég hefði brugðist við í sporum forsetans. Niðurstaðan var þessi: Málavextir og aðstæður í liðinni viku voru óvenjulegar. Aðdragandi Bessastaðaheimsóknar forsætisráðherra var óvenjulegur og svo virtist sem förin væri farin án samráðs við aðra. Samkvæmt forsetanum óskaði ráðherrann eftir heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga, sem forsetinn hafnaði. Slíkt er óvenjulegt líkt og skyndifundur forseta með blaðamönnum að loknum fundi með forystumanni ríkisstjórnar. Hafi forsetinn talið ráðherra umboðslausan er ákvörðun hans skiljanleg. Ef undirrituð þingrofsheimild átti að vera verkfæri í pólitískum átökum gerði forsetinn rétt. Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur. Forsetinn fór hins vegar út af sporinu þegar hann stillti sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið. Það er ekki hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun