Segir rökstuðning Ólafs barnalegan og aðrar ástæður búi að baki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:15 Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira