Pavel: Getum skráð KR í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 11:30 Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira
Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Sjá meira