Uppgjörið heldur áfram Martha Árnadóttir skrifar 6. apríl 2016 11:00 Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Það er hálf asnalegt að stinga niður penna þessa dagana án þess að minnast á þá krísu sem nú ríkir í íslenskum stjórnmálunum. Krísan er stór, hún er ekki lagatæknileg, hún er ekki samsæri, hún er ekki misskilningur, hún er ekki per_sónuleg og það sér ekki fyrir endann á henni. Í náttúrunni er það þannig að stórum skjálftum fylgja oft fjölmargir minni skjálftar sem gjarnan eru kallaðir eftirskjálftar. Mikill ótti og kvíði fylgir oft eftirskjálftum því fólk er enn þá í sjokki og stóri skjálftinn enn í fersku minni, fólk býst við hinu versta. Viðbrögðin eru auðvitað eftir því, fólk verður ofsahrætt sem brýst út í mikilli reiði, sem aftur getur orðið orka sem kemur hlutum á hreyfingu, fólk fer að berjast fyrir því að komast í skjól, finna aðrar manneskjur til að taka höndum saman með og hjálpast að. Góð samfélög skipuleggja sig þannig að þau hafa ákveðna ferla sem fara í gang í stórum náttúruhamförum eins og jarðskjálftum – á Íslandi eru þetta Almannavarnir ríkisins. En hvað er til ráða þegar hamfarir verða á hinu pólitíska sviði? Á Íslandi höfum við afar veika ferla sem segja til um hvernig við getum tekið skaðvald út fyrir sviga og sett hann í hlé, hann ræður því sjálfur hvort eða hvenær hann víkur af sviðinu. Hefðin vinnur heldur ekki með okkur þarna. Á Íslandi er það líka þannig að þingið, sem formlega er sá aðili sem getur tekið skaðvaldinn, ef hann er ráðherra eins og við glímum við núna, út fyrir sviga, er yfirleitt í gíslingu skaðvaldsins og hans meðreiðarsveina og -meyja sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en Austurvöllur brennur. Við erum stödd í miðjum eftirskjálfta eftir stóra skjálftann 2008, það er enn þá gríðarleg spenna sem þarf að losna til að fólk treysti því að skjálftahrinan sé gengin yfir. Krísan snýst ekki um peningana hans SDG eða hvað hann sagði eða lét ósagt, krísan er partur af stóru uppgjöri sem þarf að klárast og á meðan því er ólokið þá skelfur jörðin.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar