„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:59 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar í morgun. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42