„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:59 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar í morgun. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42