Hin nýja stétt Bolli Héðinsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Spurt er um land. – Landið er afar ríkt af auðlindum, þar eru framleiddar fleiri gígawattstundir af raforku á mann en á nokkrum öðrum stað á byggðu bóli. Landkostir eru miklir og hin síðari ár hefur fjöldi útlendinga sótt landið heim og fengið að njóta náttúru þess og samvista við innfædda í borg og bæjum. Fiskigengd við landið er gríðarleg og óvíða um veröldina landað jafn miklum fiski og þar. Orkufyrirtækin og stóriðjuverin borga ekki sérstaklega fyrir hagnýtingu fallvatna og jarðhita til raforkuframleiðslunnar og talið nægja að þau borgi skatta og skyldur eins og hver önnur fyrirtæki. Þjóðin fær ekki greitt fyrir hverja framleidda gígawattstund jafnvel þó því sé haldið fram á hátíðarstundum að hún eigi fallvötnin og hverina sem raforkan er framleidd úr. Þjóðinni sem þar býr er sagt að henni eigi að nægja að fá að byggja virkjanirnar og vinna í stóriðjuverum þegar þau eru síðan tekin í notkun.Afraksturinn til þjóðarinnar Ferðaþjónustan í landinu nýtur sérstaks skattaafsláttar í virðisaukaskatti og greiðir engin gjöld fyrir ferðamennina sem hún flytur til landsins til að láta skoða náttúru þess. Samt er landið farið að láta verulega á sjá vegna ágangs þessara ferðamanna sem fá að skoða landið án nokkurrar gjaldtöku. Einnig er þjóðinni sagt að hún eigi að vera þakklát fyrir að fá skiprúm við að veiða fiskinn í hafinu og verka hann þegar honum hefur verið landað. Sjávarútvegsfyrirtækin fá að veiða fiskinn gegn málamyndagjaldi þrátt fyrir ótvíræð lagaákvæði um að þjóðin eigi þennan fisk. Hagnaðurinn er síðan fluttur úr landi til fjarlægra eyja enda nota sjávarútvegsfyrirtækin annan gjaldmiðil en þjóðin, gjaldmiðil sem er gjaldgengur um allan heim öfugt við þann gjaldmiðil sem þjóðinni er gert að nota. Sá gjaldmiðill er hvergi annars staðar gjaldgengur í veröldinni og þeir sem vilja nota fjármuni erlendis þurfa að fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirvöldum. Orkufyrirtækin, stóriðjan og sjávarútvegsfyrirtækin nota ekki þennan gjaldmiðil heldur hafa þau fengið leyfi yfirvalda til að nota erlenda gjaldmiðla. Nýlega kom í ljós að ráðamenn landsins hafa einnig undanskilið sjálfa sig notkun þessa gjaldmiðils og kjósa frekar að varðveita eignir sínar í erlendum gjaldmiðlum.Útlönd bara fyrir útvalda Gjaldmiðillinn sem almenningi í landinu er gert að nota nýtist yfirvöldum þannig að þegar stjórnvöld og atvinnulífið hafa keyrt landið í þrot, sem hefur gerst reglulega í marga áratugi, þá er erlendur gjaldeyrir hækkaður í verði og almenningur verður að greiða hærra verð fyrir allar innfluttar vörur. Síðast þegar þetta gerðist hækkaði verð erlendra gjaldmiðla um tugi prósenta. Fyrir ráðamenn landsins, sjávarútvegsfyrirtækin, stóriðjuverin og orkufyrirtækin skiptir þetta engu máli því þessir aðilar nota ekki þennan gjaldmiðil. Allar tilraunir til að láta meira fé renna til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar með gjaldtöku af auðlindum stranda á þeim stjórnmálaflokkum sem sjávarútvegsfyrirtækin styrkja ótæpilega. Hvaða land er spurt um, hvert er landið?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun