Tillaga að frumvarpi er ekki frumvarp Ari Trausti Guðmundsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Krafan um breytt vinnubrögð við stjórnun landsins, breytingar í efnahagsmálum og réttlátari skiptingu fjármuna er öflug. Hún hefur lengi verið uppi en sjaldan sterkari en eftir kollsteypuna 2008. Mjög margir sjá breytingar á stjórnarskránni sem mikilvægan lið í því, ég þeirra á meðal. Þess vegna mátti fagna verkefninu sem síðasta ríkisstjórn efndi til: Endurskoðun allrar gömlu stjórnarskrárinnar og gerð nýrrar. Góður þjóðfundur 2010 og snörp lota þjóðkjörins stjórnlagaráðs skilaði af sér hæfri tillögu að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í 114 greinum, auk skýringa, í lok júlí 2011. Eigum við ekki að ræða allt málið æsingalaust?Gagnrýni er góð Vinnubrögðin við endurskoðunarferlið voru gagnrýnd. Í sjálfu sér ekki störf ráðsins, meðan það vann í tæpa fjóra mánuði, heldur flýtirinn: Hraður undirbúningur að kosningu stjórnlagaþings (-ráðs sem svo varð), stutt seta þess og svo skortur á skipulagðri umræðu vítt og breitt í samfélaginu eftir að tillagan lá frammi. Ég gagnrýndi vinnulagið og sá fyrir mér bæði hægari og djúptækari vinnubrögð. Nóg var líka um greinar, af þessum 114, til að ræða og gagnrýna eftir framkomna tillögu. Sérfræðingar, t.d. í lögum, höfðu margt við tillöguna að athuga. Stjórnvöld höfðu síðan ekki frumkvæði að, og forystu fyrir, að virkja almenning til þátttöku í meðhöndlun tillögunnar eins og þeim bar í landi með þingbundnu lýðræði. Til þess voru (og eru) margar leiðir færar með allri samtaka- og félagaflórunni, þjóðfundum, netvæðingu og tilvist stjórnmálaflokka. Alþingi var lítt virkjað í rúmt ár nema til deilna um formsatriði. Í október 2012 fór loks fram leiðbeinandi en því miður lítið forvirkjuð þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs.Um hvað var kosið? Valkostirnir um haustið voru ljósir. Sá fyrsti snerist um hvort kjósandi samþykkti eða hafnaði því „að tillagan væri lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þar var hvorki verið að samþykkja eða hafna nýrri stjórnarskrá né tilbúnu frumvarpi, heldur grundvelli að frumvarpi sem Alþingi átti (og á) að láta útbúa. Með þeirri vinnu hefði orðið til frumvarp alveg eins og tillögurnar, lítið breytt eða mikið breytt, eftir umræður, starf innan og utan þings, og nefndarálit skv. gildandi stjórnarskrá. Ekkert af þessu fór fram eins og allir vita. Hina fimm valkostina í atkvæðagreiðslunni muna flestir. Hvað sem minni gagnrýni leið tók ég þátt og krossaði við nær öll já-in, allra fyrst við valkost 1, en varð fyrir vonbrigðum með úrslitin. Af 236 þúsund kjósendum tóku 116 þúsund þátt og var hlutfallið 43 til 51% eftir kjördæmum. Sannarlega lögleg kosning og ljós úrslit en ekki nægilega víðtæk þegar um sjálfan lagagrunn samfélagsins og kjarna lýðveldisins er að ræða. Fyrsta valkostinn samþykktu 73 þúsund manns eða tæpur þriðjungur atkvæðisbærra manna. Vissulega meirihluti þátttakenda en hlutfallstalan 32% lýsir varla nægilega almennum stuðningi við tillöguna í heild. Hvers vegna gerðist þátttakan ekki betri en raunin varð?Lurða í áhrifamönnum Við tók tímabil aðgerðaleysis, íhaldssemi og lokaðs nefndarstarfs sem náðist með málamiðlun á Alþingi. Og nú liggja linkulegar niðurstöður fyrir. Þær eru bæði gagnrýnisverðar og nokkuð langt frá því sem má ímynda sér að þorri fólks, þrátt fyrir heimasetu of margra 2012, vill sjá af pólitískri umræðu og þróun að dæma. Ég spái engu um framhaldið. Flókið verður að tryggja landinu góða stjórnarskrá og komast nær tillögu stjórnlagaráðs en nú stefnir í. Það plagg, grundvöllur að frumvarpi, á að vera upphafspunktur nýs ferlis. Eitt er þó alveg ljóst: Sumum álitsgjöfum ber að hætta að hamra á að ný stjórnarskrá hafi sama sem verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 - eða á að nú sé ekkert annað fram undan en að Alþingi skutli tillögunni sem fullburða frumvarpi í gegnum þinglegt og þjóðréttarlegt ferli. Meðferð þings á plagginu frá 2011 hefur ekki farið fram í samræmi við niðurstöðurnar frá 2012. Tillagan er enn grunnur en ekki frumvarpið sjálft. Til þess að rétta af kúrsinn þarf nýjan þingheim, nýja ríkisstjórn, og yfirgripsmikla og djúptæka skoðun á greinum 114 sem fæðir af sér eiginlegt frumvarp að stjórnarskrá, eftir vandaða vinnu, og glæðir almennan áhuga á að taka þátt í lifandi umræðu og afgerandi kosningu þegar að henni kemur.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar