Margir eiga eftir að ákveða sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir hefur yfirburðastuðning í embætti forseta Íslands. Séra Vigfús Bjarni Albertsson og Ólafur Ragnar Grímsson hafa einnig forskot á aðra. Afar stór hluti svarenda vill ekki taka afstöðu. „Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn Forsetakosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Ég mun ekki bjóða mig fram til embættis forseta Íslands að þessu sinni. Ég vona að kosningabarátta þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í þetta embætti verði málefnaleg og innihaldsrík og í þetta embætti veljist góður þjónn þjóðarinnar sem beiti sér fyrir mannréttindum og lýðræðisumbótum, vernd náttúru og umhverfis og stöðu íslenskrar tungu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi. Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis bendir engu að síður til þess að Katrín njóti langmests stuðnings allra til þess að gegna embættinu. Fjórðungur, eða 25 prósent, þeirra sem afstöðu tekur vill að Katrín verði næsti forseti Íslands. Spurt var út í afstöðu til níu manna sem ýmist hafa verið orðaðir við forsetaembættið eða hafa gefið kost á sér í það. Tólf prósent vilja Vigfús Bjarna Albertsson sem næsta forseta og ellefu prósent myndu vilja sjá Ólaf Ragnar Grímsson áfram í embætti. „Ég er afskaplega glaður með það og þakklátur,“ segir Vigfús Bjarni við Fréttablaðið.Lista yfir aðra en fyrrnefnda sem fengu atkvæði má sjá neðst í fréttinni.Vigfús Bjarni segir mikinn stuðning við þau Katrínu og Ólaf Ragnar ekki koma sér á óvart. „Katrín Jakobsdóttir hefur verið farsæll stjórnmálamaður og vinsæl meðal þjóðarinnar og hefur fengið skýr skilaboð um fylgi sitt. Greinilegt er að fólk saknar líka Ólafs Ragnars,“ segir Vigfús Bjarni. Fimm prósent nefna Andra Snæ Magnússon, 4 prósent Davíð Oddsson, þrjú prósent nefna Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og 2 prósent nefna Össur Skarphéðinsson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Eitt prósent nefnir svo Höllu Tómasdóttur. Athygli vekur svo að 37 prósent nefndu einhvern annan en þá níu sem nefndir voru í könnuninni.Þegar framkvæmd könnunarinnar var rétt liðlega hálfnuð tilkynnti Katrín að hún myndi ekki gefa kost á sér í embætti forseta. Afstaða fólks til spurningarinnar virðist þó lítið hafa breyst eftir að hún gaf út yfirlýsinguna. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.082 manns þar til náðist í 794 dagana 8. og 9. mars. Svarhlutfallið var því 73,4 prósent. Það er vert að taka fram að svarhlutfall í könnuninni er mjög lágt. Alls tóku 39 prósent sem spurðir voru afstöðu til spurningarinnar. Því er greinilegt að fólk er hvergi nærri búið að mynda sér skoðun á málinu. Spurt var: Hvern viltu sjá sem næsta forseta Íslands? Til viðbótar við þá sem eru í listanum hér að ofan voru þessir nefndir:Ari Trausti GuðmundssonAri JósepssonBaldur ÞórhallssonBogi JónssonEinar K. GuðfinssonGuðlaugur Þór ÞórðarsonGuðni ÁgústssonGuðni BergssonHjálmar JónssonKristinn SigmundssonKristín IngólfsdóttirLilja MósedóttirLinda PétursdóttirÓlafur Darri ÓlafssonÓmar RagnarssonÓttar ProppéRagna ÁrnadóttirSmári McCarthyVigdís FinnbogadóttirVilhjálmur ÁrnasonÞórarinn Eldjárn
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira