Umfjöllun og viðtöl: FSu - Tindastóll 84-114 | Sjöundi sigur Stólanna í röð Ingvi Þór Sæmundsson í Iðu á Selfossi skrifar 10. mars 2016 22:15 Darrel Lewis, leikmaður Tindastóls. vísir/vilhelm Tindastóll vann öruggan sigur á FSu, 84-114, í lokaumferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Stólanna í röð en hann dugði samt ekki til að koma liðinu upp í 5. sætið þar sem Þór vann Snæfell á sama tíma. Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar og mætir Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir geta mætt nokkuð brattir til leiks en þeir unnu báða leikina gegn Keflavík í deildarkeppninni. FSu féll í þarsíðustu umferð og lýkur keppni í 11. sæti. Selfyssingar áttu á brattan að sækja í allan vetur og ekki bætti úr skák þegar lykilmenn heltust úr lestinni vegna meiðsla. Það var lítil spenna í Iðu í kvöld. Vængbrotnir Selfyssingar áttu einfaldlega ekki möguleika gegn gestunum frá Sauðárkróki. Með Chris Caird, Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson hefði verkefnið verið erfitt, án þeirra nánast ómögulegt. Stólarnir náðu strax góðri forystu þökk sé stífri pressuvörn og sóknarfráköstum. Gestirnir tóku alls 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik, gegn engu hjá heimamönnum. Vörn FSu var slök en í þau fáu skipti sem hún var í lagi eyðilögðu heimamenn fyrir sér með því að stíga ekki út og klára vörnina með frákasti. Selfyssingar áttu erfitt uppdráttar gegn pressuvörn Stólanna sem þvinguðu FSu í 16 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Heimamenn voru reyndar duglegir að sækja á körfuna og koma sér á vítalínuna en 13 af 34 stigum þeirra í fyrri hálfleik komu þaðan. Alls tók FSu 34 vítaskot í leiknum, gegn 13 hjá Tindastóli. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-34. Selfyssingar byrjuðu 2. leikhluta ágætlega en svo dró aftur í sundur með liðunum. Í hálfleik munaði 27 stigum á liðunum, 34-61, og seinni hálfleikur var því í raun formsatriði sem þurfti að klára. Selfyssingum til hróss, þá hentu þeir ekki inn hvíta handklæðinu í seinni hálfleik og spiluðu ágætlega. Munurinn varð allavega ekki vandræðalega mikill. José Costa geymdi Myron Dempsey á varamannabekknum í seinni hálfleik og fleiri lykilmenn fengu góða hvíld. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum. Lokatölur 84-114, Tindastóli í vil. Helgi Rafn Viggósson og Pétur Rúnar Birgisson voru stigahæstir í liði Tindastóls með 24 stig hvor. Helgi Rafn tók einnig 13 fráköst. Hjá FSu var Christopher Woods atkvæðamestur með 26 stig og átta fráköst.Bein lýsing: FSu - TindastóllOlson: Of snemmt að segja til um framtíðina Þrátt fyrir 30 stiga tap fyrir Tindastóli í kvöld kvaðst Erik Olson, þjálfari FSu, sáttur með framlag sinna manna, þá sérstaklega í seinni hálfleik. "Ég er mjög ánægður með framlagið eins og ég er búinn að vera síðasta mánuðinn. Ég vil þakka þeim fyrir allt það sem þeir hafa gert, þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil," sagði Olson eftir leik í Iðu í kvöld. "Við erum með yngsta liðið í deildinni og þessir strákar halda alltaf áfram að berjast. Þeir standa alltaf saman og vinna í átt að sama marki. Þeir eiga hrós skilið fyrir það. Við áttum okkar augnablik og sýndum að við getum veitt hvaða liði sem er keppni. Ég er stoltur af þeim." Selfyssingar áttu í miklum vandræðum í frákastabaráttunni sem þeir töpuðu 51-31. Sóknarfráköst Stólanna reyndust FSu sérlega dýrkeypt en þeir tóku 23 slík í kvöld. "Þeir eru mjög sterkt varnarlið og þetta var erfitt verkefni. Við hlupum engin kerfi í fyrri hálfleik en það kom í þeim seinni. Tindastóll er með gott lið og þeir eiga eftir að gera góða hluti í úrslitakeppninni. Við óskum þeim góðs gengis, þetta er vel þjálfað lið og flott félag," sagði Olson sem telur að úrslitakeppnin verði mjög jöfn. "Það eru 4-5 lið sem eiga möguleika. Ég sé ekki eitt lið sem er áberandi sigurstranglegast. Það verður gaman að fylgjast með þessu," sagði Olson sem segir of snemmt að segja til hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá FSu. "Það er of snemmt að tala um það. Þetta er erfið spurning á þessum tímapunkti," sagði þjálfarinn að lokum.Costa: Megum ekki tapa heimaleikjunum okkar José Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigurinn á FSu í Iðu í kvöld. "Við tókum þennan leik alvarlega. Við spiluðum af krafti í vörninni og reyndum að keyra upp hraðann," sagði Costa sem gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn á löngum köflum í leiknum. "Við þurfum 10 leikmenn klára fyrir úrslitakeppnina og frammistaða strákanna í dag var mjög jákvæð." Sigurinn í kvöld var sá sjöundi í röð hjá Stólunum. Costa er skiljanlega sáttur með framfararnir sem hans menn hafa sýnt á undanförnum vikum. "Ég er mjög ánægður. Við unnum fyrstu þrjá leikina eftir að ég kom en töpuðum næstu þremur. Síðan náðum við stöðugleika og erum á góðu skriði. Við erum við mikið sjálfstraust og erum að spila eins og við viljum spila," sagði Spánverjinn. Keflavík verður fyrsti mótherji Tindastóls í úrslitakeppninni og Costa á von á hörkuleikjum. "Ég er bjartsýnn, við unnum báða leikina gegn þeim í deildinni. En úrslitakeppnin er annað og nýtt mót og við þurfum að byrja á þeirra heimavelli. Þetta verður ekki auðvelt," sagði Costa en hver verður lykilinn að því að vinna Keflavík? "Við þurfum að passa að tapa ekki heimaleikjunum okkar. Við höfum þrjá möguleika til að vinna á útivelli. "Bæði lið vilja hlaupa og það verður væntanlega mikið skorað. Við verðum að vera fastir fyrir á hálfum velli og stöðugir í varnarleiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn, jafnt skyttur sem leikmenn inni í teig. Þetta er eitt af bestu liðunum í deildinni svo okkar bíður erfitt verkefni," sagði Costa að lokum.Tweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Tindastóll vann öruggan sigur á FSu, 84-114, í lokaumferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Stólanna í röð en hann dugði samt ekki til að koma liðinu upp í 5. sætið þar sem Þór vann Snæfell á sama tíma. Tindastóll endaði í 6. sæti deildarinnar og mætir Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stólarnir geta mætt nokkuð brattir til leiks en þeir unnu báða leikina gegn Keflavík í deildarkeppninni. FSu féll í þarsíðustu umferð og lýkur keppni í 11. sæti. Selfyssingar áttu á brattan að sækja í allan vetur og ekki bætti úr skák þegar lykilmenn heltust úr lestinni vegna meiðsla. Það var lítil spenna í Iðu í kvöld. Vængbrotnir Selfyssingar áttu einfaldlega ekki möguleika gegn gestunum frá Sauðárkróki. Með Chris Caird, Ara Gylfason og Hlyn Hreinsson hefði verkefnið verið erfitt, án þeirra nánast ómögulegt. Stólarnir náðu strax góðri forystu þökk sé stífri pressuvörn og sóknarfráköstum. Gestirnir tóku alls 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik, gegn engu hjá heimamönnum. Vörn FSu var slök en í þau fáu skipti sem hún var í lagi eyðilögðu heimamenn fyrir sér með því að stíga ekki út og klára vörnina með frákasti. Selfyssingar áttu erfitt uppdráttar gegn pressuvörn Stólanna sem þvinguðu FSu í 16 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Heimamenn voru reyndar duglegir að sækja á körfuna og koma sér á vítalínuna en 13 af 34 stigum þeirra í fyrri hálfleik komu þaðan. Alls tók FSu 34 vítaskot í leiknum, gegn 13 hjá Tindastóli. Staðan eftir 1. leikhluta var 16-34. Selfyssingar byrjuðu 2. leikhluta ágætlega en svo dró aftur í sundur með liðunum. Í hálfleik munaði 27 stigum á liðunum, 34-61, og seinni hálfleikur var því í raun formsatriði sem þurfti að klára. Selfyssingum til hróss, þá hentu þeir ekki inn hvíta handklæðinu í seinni hálfleik og spiluðu ágætlega. Munurinn varð allavega ekki vandræðalega mikill. José Costa geymdi Myron Dempsey á varamannabekknum í seinni hálfleik og fleiri lykilmenn fengu góða hvíld. Á endanum munaði 30 stigum á liðunum. Lokatölur 84-114, Tindastóli í vil. Helgi Rafn Viggósson og Pétur Rúnar Birgisson voru stigahæstir í liði Tindastóls með 24 stig hvor. Helgi Rafn tók einnig 13 fráköst. Hjá FSu var Christopher Woods atkvæðamestur með 26 stig og átta fráköst.Bein lýsing: FSu - TindastóllOlson: Of snemmt að segja til um framtíðina Þrátt fyrir 30 stiga tap fyrir Tindastóli í kvöld kvaðst Erik Olson, þjálfari FSu, sáttur með framlag sinna manna, þá sérstaklega í seinni hálfleik. "Ég er mjög ánægður með framlagið eins og ég er búinn að vera síðasta mánuðinn. Ég vil þakka þeim fyrir allt það sem þeir hafa gert, þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil," sagði Olson eftir leik í Iðu í kvöld. "Við erum með yngsta liðið í deildinni og þessir strákar halda alltaf áfram að berjast. Þeir standa alltaf saman og vinna í átt að sama marki. Þeir eiga hrós skilið fyrir það. Við áttum okkar augnablik og sýndum að við getum veitt hvaða liði sem er keppni. Ég er stoltur af þeim." Selfyssingar áttu í miklum vandræðum í frákastabaráttunni sem þeir töpuðu 51-31. Sóknarfráköst Stólanna reyndust FSu sérlega dýrkeypt en þeir tóku 23 slík í kvöld. "Þeir eru mjög sterkt varnarlið og þetta var erfitt verkefni. Við hlupum engin kerfi í fyrri hálfleik en það kom í þeim seinni. Tindastóll er með gott lið og þeir eiga eftir að gera góða hluti í úrslitakeppninni. Við óskum þeim góðs gengis, þetta er vel þjálfað lið og flott félag," sagði Olson sem telur að úrslitakeppnin verði mjög jöfn. "Það eru 4-5 lið sem eiga möguleika. Ég sé ekki eitt lið sem er áberandi sigurstranglegast. Það verður gaman að fylgjast með þessu," sagði Olson sem segir of snemmt að segja til hvort hann verði áfram við stjórnvölinn hjá FSu. "Það er of snemmt að tala um það. Þetta er erfið spurning á þessum tímapunkti," sagði þjálfarinn að lokum.Costa: Megum ekki tapa heimaleikjunum okkar José Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur með sigurinn á FSu í Iðu í kvöld. "Við tókum þennan leik alvarlega. Við spiluðum af krafti í vörninni og reyndum að keyra upp hraðann," sagði Costa sem gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn á löngum köflum í leiknum. "Við þurfum 10 leikmenn klára fyrir úrslitakeppnina og frammistaða strákanna í dag var mjög jákvæð." Sigurinn í kvöld var sá sjöundi í röð hjá Stólunum. Costa er skiljanlega sáttur með framfararnir sem hans menn hafa sýnt á undanförnum vikum. "Ég er mjög ánægður. Við unnum fyrstu þrjá leikina eftir að ég kom en töpuðum næstu þremur. Síðan náðum við stöðugleika og erum á góðu skriði. Við erum við mikið sjálfstraust og erum að spila eins og við viljum spila," sagði Spánverjinn. Keflavík verður fyrsti mótherji Tindastóls í úrslitakeppninni og Costa á von á hörkuleikjum. "Ég er bjartsýnn, við unnum báða leikina gegn þeim í deildinni. En úrslitakeppnin er annað og nýtt mót og við þurfum að byrja á þeirra heimavelli. Þetta verður ekki auðvelt," sagði Costa en hver verður lykilinn að því að vinna Keflavík? "Við þurfum að passa að tapa ekki heimaleikjunum okkar. Við höfum þrjá möguleika til að vinna á útivelli. "Bæði lið vilja hlaupa og það verður væntanlega mikið skorað. Við verðum að vera fastir fyrir á hálfum velli og stöðugir í varnarleiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn, jafnt skyttur sem leikmenn inni í teig. Þetta er eitt af bestu liðunum í deildinni svo okkar bíður erfitt verkefni," sagði Costa að lokum.Tweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira