Farvel VÍS Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun