Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2016 18:45 Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30