Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Kristján Már Unnarsson skrifar 14. mars 2016 18:45 Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Geirmundur heljarskinn, sem fornsögurnar segja hafa verið göfgastan allra landnámsmanna Íslands, er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. Þetta kemur fram í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Á hinum forna konungsgarði Avaldnesi við Haugasund er rekið sögusafn og þar telja menn að Geirmundur hafi alist upp sem konungssonur. Þar hafi foreldrar Geirmundar, þau Hjör konungur og Ljúfvina drottning, ríkt áður en Haraldur hárfagri braut Noreg undir sig.Geirmundur heljarskinn á barnsaldri, eins og norska safnið sýnir þann sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands.Í kafla Landnámabókar um Geirmund heljarskinn segir að faðir hans, Hjör, hafi herjað á Bjarmaland og tekið þar herfangi Ljúfvinu, dóttur Bjarmakonungs, og flutt hana heim til sín til Rogalands í Noregi. „Þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur, en annar Hámundur; þeir voru svartir mjög," segir í Landnámu. „Landnámabók sjálf segir þetta og þeir bræðurnir hafa eitthvað framandi útlit,“ segir Bergsveinn Birgisson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en hann er aðalviðmælandi þáttar Landnemanna um Geirmund heljarskinn. Árið 2014 kom út í Noregi bók hans „Den svarte vikingen“ um Geirmund.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hjör konungur er sagður fara til Bjarmalands og hann er greinilega þar í verslun og viðskiptum við fólk þar, sem er ekki germanskt. Það er með annað útlit. Það er svart og ljótt, eins og það er kallað,“ segir Bergsveinn. „Við vitum að heljarskinn merkir dökkur á hörund,“ segir Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Avaldsnesi, en Bjarmaland er talið hafa verið við Arkangelsk og Hvítahaf í Rússlandi. Á safninu er Ljúfvina, móðir Geirmundar og Hámundar, sögð mongólskrar ættar. „Miðað við aðra innfædda í Síberíu á þessum tíma var Sikirtíja-fólkið enn dekkra á hörund, samkvæmt fornum heimildum. Þau voru því hörundsdekkri en gekk og gerðist í Bjarmalandi,“ segir Marit.Marit Synnøve Vea, forstöðumaður á Ögvaldsnesi, eins og Avaldsnes hét til forna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Landnemarnir Noregur Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. 7. mars 2016 19:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30