Kosning Bændasamtakanna um búvörusamninga framlengd um viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2016 20:34 Niðurstöður úr kosningunni fást viku síðar en áætlað var í upphafi. vísir/stefán Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna. Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Atkvæðagreiðsla félagsmanna Bændasamtaka Íslands hefur verið framlengd um viku sökum þess að rétt magn kjörseðla var ekki prentað og póstlagt í fyrstu atrennu. „Við sendum lista til prentsmiðjunnar yfir þá sem áttu að fá útprentaða kjörseðla. Síðar uppfærðum við listann en fyrir mistök þá fór eldri útgáfa hans í prentun. Það var engin leið til að átta sig á þessu fyrr en kvartanir fóru að berast,“ segir Erna Bjarnadóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtakanna í samtali við Vísi. Aðspurð segist hún ekki vitað hve mörgum atkvæðaseðlum skeikaði. Atkvæðagreiðslan hófst 7. mars og var gert ráð fyrir því að henni myndi ljúka 17. mars. Úrslitin áttu að liggja fyrir þann 22. mars. Sökum mistakanna hefur fresturinn til að kjósa verið framlengdur til 22. mars og verða úrslit kunngjörð þann 29. mars. Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir félagsmenn Bændasamtakanna sem eru skráðir sem rekstaraðili á lögbýlinu. Hvert lögbýli getur haft fleiri en eitt atkvæði, til dæmis ef hjón standa saman að rekstrinum eða ef um félagsbú er að ræða. Á kjörskrá um nautgriparæktarsamninginn eru 1.234 en 2.881 um sauðfjársamninginn. Kosningin er bæði rafræn og í póstkosningu. Útprentaðir kjörseðlar voru sendir á alla félagsmenn sem ekki höfðu aðgang að Bændatorgi samtakanna. „Okkur þykir mjög leitt að þetta skuli hafa komið upp. Við munum reyna að bregðast við þannig að allir sem eiga rétt á að taka þátt í kosningunni geti gert það. Það er aðallega verst að þetta hafi ekki uppgötvast fyrr,“ segir Erna.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56 Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00 Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22 ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Formaður Bændasamtakanna: "Við höfum ekkert að fela“ Sindri Sigurgeirsson setti Búnaðarþing í Hörpu við hátíðlega athöfn. 28. febrúar 2016 17:56
Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09
Spyr um áhrif samninganna Svandís Svavarsdóttir þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um hvort nýir búvörusamningar samræmist loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. 4. mars 2016 07:00
Forsætisráðherra gagnrýnir gagnrýni á nýjan búvörusamning Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að gagnrýni á bændur og landbúnað langt út í haga með samanburði á milli nýs búvörusamnings og Icesavesamnings. 20. febrúar 2016 16:22
ASÍ skorar á Alþingi að hafna búvörusamningum Stórundarlegt að búvörusamningar séu gerðir bakvið luktar til, segir ASÍ. 3. mars 2016 11:31