Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 07:00 Yfirmenn álversins í Straumsvík við uppskipun áls í flutningaskip um miðjan dag í gær. vísir/Ernir „Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
„Deilan hefur heldur þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Í gær hófst á hádegi lestun áls um borð í þriðja flutningaskipið sem komið hefur til Straumsvíkur frá því að félagsmenn Hlífar sem starfa við uppskipunina hófu verkfall. Skipin koma vikulega. Yfirmenn í álverinu hafa gengið í störf starfsmanna sem í verkfalli eru, samkvæmt lögbannsúrskurði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar„Mér sýnist þetta vera sami hópurinn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í þetta forstjórarnir svona eftir því sem skip koma,“ segir Kolbeinn. Verkalýðsfélögin geti lítið gert á meðan úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn hafi hins vegar verið kærður til Héraðsdóms Reykjaness og málið hafi átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur tíma að fá málið í gegn um ferlið þar og á meðan þá geta þeir haldið uppteknum hætti.“ Enn eigi hins vegar eftir að koma í ljós hversu langan tíma þetta taki. Kolbeinn segir viðræður um leið hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram tilboð á síðasta fundi sem við vorum ekki alls kostar sáttir við og erum að fara að kynna samninganefndinni okkar á morgun [í dag]. Það var frekar skref aftur á bak heldur en hitt.“ ISAL haldi sig fast við kröfuna um að fá út úr kjarasamningi við starfsmenn hömlur sem settar eru á að fyrirtækið geti ráðið verktaka til starfa. „Það er númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og tilboðið sem við erum að fara að kynna er ekki í takt við það sem verið var að ræða fyrir síðasta fund.“ Ál hefur aðeins safnast upp á hafnarbakkanum í Straumsvík, þar sem afköst yfirmanna í álverinu hafa ekki verið þau sömu og starfsmannanna sem verkunum sinna alla jafna. Lestun í síðasta skip segir Kolbeinn þó hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund tonnum sem alla jafna eiga að fara með skipinu, en þá fór skipið með um 3.500 tonn af áli. „Það safnast eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm þúsund tonn sem liggja hér ófarin, og átta þúsund tonn kannski núna þegar þetta skip er ólestað. Þetta hleðst smám saman upp.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira