Asnalegt að forseti sé kona Ásta Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2016 11:30 Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég bruna framhjá Bessastöðum með fjögurra ára son minn segi ég honum að forseti Íslands búi í einu af þessum húsum. Honum virðist vera nokk sama, og hefur sáralítinn áhuga á þessum samræðum. Til að kalla fram frekari viðbrögð hjá honum, bæti ég við að ég hafi sjálf fengið að fara með föður mínum, að heilsa upp á forsetann, bara átta ára gömul. „Þá var forsetinn kona“ segi ég stolt! Barnið skellir upp úr og segir: „asnalegt! kona forseti!“ Sonur minn tengir engan veginn við forsetann eins og ég gerði þegar ég var lítil. Tek síðan langa ræðu og útskýri fyrir drengnum að forsetinn geti alveg verið kona eins og karl. Honum virðist sama og hefur lítinn áhuga á fígúrunni „Forseta Íslands.“ Líkt og margir landsmenn, sem væru alveg til í að leggja embættið niður. Þessar hrókasamræður við son minn leiða hugann að því hversu mikil hvatning forsetinn var mér frá unga aldri. Hvernig Vigdís ruddi brautina fyrir mig og aðrar konur á þessum tímabili. Ef kona gat verið forseti þá gátu konur allt. Þegar ég síðar ferðaðist um heiminn, þá sagði ég öllum, sem vildu heyra um Ísland, frá Vigdísi, fyrsta kvenforseta jarðarinnar, mikið assskoti var ég stolt. Seinna þegar ég stofnaði fyrirtæki í Síberíu og Mumbai var mér oft ráðlagt að hörfa því ég væri útlensk kona, það yrði ekki tekið mark á mér. Þá hugsaði ég til Vigdísar. Ef hún gat orðið forseti hlyti ég að geta leyst mín verkefni á fyrrnefndum slóðum þrátt fyrir úrtölur og svo sannarlega gat ég það. Við nánari umhugsun þá er mér bara alls ekki sama hver verður næsti forseti Íslands og mín vegna má leggja þetta embætti niður ef ekki fæst almennilegur kandídat í starfið. Ef við ætlum á annað borð að hafa forseta þá verður hann að ryðja brautina, standa fyrir eitthvað sem við Íslendingar getum verið stolt af. En það er alls ekki nóg að manneskjan sé klár og standi fyrir eitthvað heldur þarf hún líka að hafa karisma sem heillar alla heimsbyggðina og vekja athygli hér heima og erlendis. Ég vil einstakling, sem hefur farið ótroðnar slóðir í lífinu, ekki puntidúkku. Einhvern sem hefur þurft að glíma við alls konar verkefni í lífinu og staðið uppi sem sigurvegari. Það er bara einn einstaklingur, sem ég þekki sem er að hugsa sinn gang í þessum efnum sem hakar í öll þessi box og uppfyllir mínar kröfur. Það er Linda Pétursdóttir og hún fengi mitt atkvæði hiklaust.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun