Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Snærós Sindradóttir skrifar 2. mars 2016 07:00 Þúsundir mynda af ungum stúlkum eru í dreifingu á netinu. Umfangið kom félagsfræðingnum Hildi Friðriksdóttur mjög á óvart. Visir/Getty „Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Stelpurnar eru orðnar að söluvarningi. Þessi vefsíða virkar eins og bíttimarkaður,“ segir Hildur Friðriksdóttir félagsfræðingur sem í dag heldur erindi á vegum Háskólans á Akureyri um rannsókn sína á hrelliklámsíðu. Vefsíðan komst í hámæli árið 2014 en nú er komin 41 síða með íslensku efni á vefsvæðið. Hildur skoðaði 10 síður af 41 því hún segir ógerning að komast yfir allt efnið. Á þeim síðum voru 483 myndir sem aðeins birtust einu sinni. „Við getum í raun margfaldað þá tölu með rúmlega fjórum til að fá heildarmagnið sem er í umferð á þessu svæði,“ segir Hildur. Í kjölfarið tók hún saman hvað væru nektarmyndir og hvað ekki. „Ég setti það skilyrði að það sæist í brjóst, kynfæri eða rass. Það voru 148 myndir sem féllu undir þá skilgreiningu. Þrjátíu prósent af þessum myndum sem eru í umferð eru nektarmyndir eða sýna kynferðislegt athæfi.“Hildur FriðriksdóttirHún segir það hafa komið sér á óvart að meirihluti myndanna er í raun notaður í þeim tilgangi að skiptast á þeim á öðrum vettvangi. Þannig setur notandi inn til dæmis andlitsmynd af stelpu og ýmist segist eiga myndir af henni sem hann láti af hendi í skiptum fyrir myndir af öðrum, eða notendur óska eftir myndum af tiltekinni stúlku. Myndunum er svo deilt í gegnum tölvupóst eða aðra samfélagsmiðla. Því má ætla að umfang sendinganna sé töluvert meira en kemur fram bara á síðunni. „Þegar ég áttaði mig á því að aðaldreifingin virðist fara fram í gegnum Snapchat skildi ég að hugsanlega er þetta ekki nema toppurinn á ísjakanum. Hugsanlega eru fleiri þúsund myndir í umferð í prívatdreifingu. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Hildur flokkaði líka þær stúlkur sem voru nafngreindar eða aldursgreindar. „Það voru 172 stelpur nafngreindar og 33 voru aldursgreindar. Menn á þessum hrelliklámsíðum nota þá taktík að láta fylgja með sem mestar persónuupplýsingar um viðkomandi til að hámarka skaðann. Af þeim 33 sem voru aldursgreindar voru 25 undir lögaldri og tólf voru á grunnskólaaldri, sú yngsta 13 ára.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira