Lárus Welding ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 10:39 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð Stím-málsins fór fram. vísir/anton brink Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis fyrir markaðsmisnotkun. Um er að ræða umfangsmikið mál sem sérstakur saksóknari hafði til rannsóknar en Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, eru tveir hinna ákærðu. Auk þess að vera ákærður fyrir markaðsmisnotkun er Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis sem ákærðir eru í málinu eru þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. apríl næstkomandi en rannsókn þess lauk seint á seinasta ári. Báðir verið dæmdir áður fyrir hrunmál Þeir Lárus og Jóhannes hafa báðir hlotið dóma fyrir mál tengd efnahagshruninu. Í desember í fyrra var Jóhannes dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir aðild sína að BK-málinu. Þá hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm í héraði vegna Stím-málsins í janúar síðastliðnum og Jóhannes tveggja ára dóm. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Lárus var einnig ákærður í Vafningsmálinu svokallaða sem og Aurum-málinu. Lárus var sýknaður í Hæstarétti af ákæru í Vafningsmálinu og í héraði í Aurum-málinu. Hæstiréttur ógilti hins vegar dóm héraðsdóms í því máli vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda og þarf því að taka Aurum-málið aftur fyrir í héraðsdómi. Aðalmeðferð þess á að hefjast 12. apríl næstkomandi. Stjórnendur annarra banka hlotið dóma fyrir markaðsmisnotkun Með ákærunni í markaðsmisnotkunarmálinu nú hafa fyrrverandi stjórnendur í öllum stóru viðskiptabönkunum þremur fyrir hrun verið ákærðir fyrir markaðsmisnotkun. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í janúar dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun. Þá voru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason dæmdir í héraði síðastliðið vor fyrir markaðsmisnotkun en þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir.
Aurum Holding málið Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson á meðal sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis Rannsókn sérstaks saksóknara á málinu er lokið en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki. 16. desember 2015 14:02