Ég styð Vigfús Bjarna Albertsson til forseta Tolli skrifar 23. febrúar 2016 11:58 Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar komið var til mín fyrir nokkru og ég spurður hvort ég væri til í að skora á Vigfús að bjóða sig fram til forseta Íslands svaraði ég játandi án þess að þurfa að hugsa mig lengi um. Það sem mér finnst Vigfús hafa umfram aðra sem stigið hafa fram til þessa hlutverks er að hann getur staðið undir því að vera maður sáttar og sameiningar og það er einmitt það sem að við höfum verið að bíða eftir í all langan tíma, að finna einhvern farveg fyrir þjóðina sem gæti heilað hana eftir áföll liðinna ára, því það er öllum ljóst að það ríkir mikið ójafnvægi í þjóðarsálinni og stöðugt er alið á gremju og ótta og margir búa til í haginn fyrir sig og sína með því að ala á þessum sorta. Að við fengjum forseta sem er jafnmikill umhverfissinni gagnvart náttúru landsins og landslagi hugans og er læs á hvort tveggja er mikið happ fyrir okkur fólkið í landinu. Ég get ekki sagt að ég sé gjörkunnugur Vigfúsi en hann heimsótti mig á sjúkrabeðið þegar ég var að koma úr krabbameinsaðgerðinni í fyrra sumar, ég hef setið námskeið sem hann hefur verið leiðbeinandi á og svo höfum við rætt málin yfir góðum málsverð og mín reynsla er sú að þarna finn ég mann sem er uppfullur af velvild og kærleik gagnvart sínu samferðafólki, greindur og víðsýnn er hann og fínn húmoristi. Hann er sem hann talar, maður orða sinna og traustur og treysti ég honum til að takast á við hvaða verkefni sem er, félagsleg sem pólitísk á hvaða vettvangi sem er og þegar ég segi pólitísk þá er ég ekki að vísa til þess að við Vigfús séum reglubræður í einhverju pólitísku ritúali, satt að segja hef ég ekki hugmynd um hvar Vigfús er í pólitík. Það sem ristir dýpra en öll póltík í fari hans er að hann er maður kærleikans og sá sem hefur kærleika og velvild sem nálina í sínum pólitíska áttavita villist ekki, svo ég er tilbúin að styðja hann alla leið. Ekki er Vigfús maður einsamall en hann er umvafinn fallegri fjölskyldu þar sem hann er giftur henni Valdísi Ösp Ívarsdóttur og eiga þau saman þrjú yndisleg börn. Ef eitthvað er þá finnst mér ég geta sagt að ég þekki Valdísi betur en Vigfús og finnst mér hún hafa slíka mannkosti að ef hún hefði gefið kost á sér til embættis forsetans þá væri erfitt fyrir mig að velja á milli hennar og Vigfúsar en sem betur fer þarf þess ekki því ef allt gengur upp á verður þessi fjölskylda fyrir okkur á Bessastöðum næstu fjögur árin. Megi svo verða. Ást og friður. Tolli
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun