Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:02 Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17