Segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í störfin Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2016 12:58 Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík í morgun. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn verða verja tilveru fyrirtækisins og grípa til þeirra ráða sem þeir hafi til að koma framleiðslunni til viðskiptavina fyrirtækisins. Útflutningsbann verkalýðsfélagsins Hlífar á áli frá verksmiðju Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti eftir að félagsdómur staðfesti í gærkvöldi að aðgerðirnar væru löglegar. Í morgun gerðu síðan Rannveig Rist forstjóri fyrirtækisins og aðrir yfirmenn sig líkleg til að flytja ál um borð í skip við höfnina, sem byrjað var að lesta í gær. Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir yfirmenn í fullum rétti til að ganga í þessi störf. Sáttafundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt og vill Ólafur teitur engu spá um hvort þessar aðgerðir færi deiluaðila nær eða fjær samningum. „Við erum bara að reyna að sinna okkar hlutverki sem er að framleiða hér ál og selja það og reyna að tryggja að fyrirtækið lifi. Það er mjög erfitt fyrir öll fyrirtæki sem fá engar tekjur að lifa og geta ekkert selt. Það er það sem vakir fyrir okkur með þessu, að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins,“ segir Ólafur Teitur. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins og Magnús Nordal lögfræðingur sambandsins mættu á hafnarbakkann í morgun og ræddu við yfirmenn álversins með verkfallsvörðum. Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar segir yfirmenn hafa sent þá tólf starfsmenn sem eru í flutningsdeildinni heim í morgun þar sem þeir væru í verkfalli og síðan ætlað að ganga inn í þeirra störf. „Þeir fengu að setja þarna um borð nokkur heysi. En þeir eru stopp núna. Við erum búnir að stoppa þetta og ég tel að við séum búnir að stoppa þetta varanlega. Það verði þá bara okkar menn sem koma öðrum vörum um borð í skipið en það verður ekki skipað út áli,“ segir Kolbeinn.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38 Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29 Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45 Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06 „Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37 Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Náðu að lesta fimm hundruð tonnum af áli Verkfallsverðir stöðvuðu álflutning úr álverinu í Straumsvík. 24. febrúar 2016 12:38
Segir grafalvarlega stöðu upp komna í Straumsvík Niðurstaða Félagsdóms kemur upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan á óvart. 23. febrúar 2016 23:29
Útflutningsbann hefst í Straumsvík á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði nú í kvöld að bannið væri ekki ólöglegt. 23. febrúar 2016 19:45
Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar. 23. febrúar 2016 14:06
„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“ Verkfall starfsmanna í álverinu í Straumsvík er hafið. 24. febrúar 2016 09:37
Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða. 23. febrúar 2016 14:02