Bein útsending: Tekist á um búvörusamninginn á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2016 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, kynntu nýja búvörusamninga fyrir fjölmiðlamönnum á föstudag. vísir/anton brink Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér. Búvörusamningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sérstakar umræður um búvörusamninginn eru nú yfirstandandi á Alþingi. Þær eru heitar og má fylgjast með þeim á vef Alþingis. Málshefjandi er Helgi Hjörvar Samfylkingu og til andsvara er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson en hann skrifaði undir samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Samningurinn, sem er til tíu ára, hefur verið gagnrýndur harðlega á undanförnum dögum, eins og Vísir hefur greint frá. Samkvæmt þeim munu útgjöld ríkisins til landbúnaðarmála hækka um rúmar 900 milljónir á næsta ári og verða samtals tæpir 14 milljarðar, en fara smám saman lækkandi á samningstímanum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að ef „við horfum á þetta í heild sinni erum við að tala um beinan og óbeinan stuðning við landbúnaðinn upp á 22 til 24 milljarða á ári og á tíu ára tímabili erum við að tala um 220 til 240 milljarða pakka sem skattgreiðendur borga með einum eða öðrum hætti.“Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar Samfylkingu var ómyrkur í máli í ræðustól Alþingis nú áðan: „Niðurgreiðslupólitík. Hvorki bændum né neytendum árangri heldur fer kostnaðurinn fyrst og fremst í milliliði og óhagræði. Ráðin tekin af alþingi í lengri tíma en fyrr. Ekki fyrr en eftir þrennar alþingiskosningar að hægt er að gera breytingar í þessum efnum. Endurskoðunarákvæði að ekki sé hægt að gera breytingar. Við þurfum miklu framfarasinnaðari landbúnaðarpólitík og hér birtist.“ Helgi sagði að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt þetta búið, afgreitt mál. „Við hljótum að mótmæla því. Og verðum að treysta því að fram fari umræða um málið,“ sagði Helgi og leggur áherslu á að þessi samningur verði að fara í gegnum þingið til samþykkis. Alþingi verður að samþykkja fjárheimildir til samningsins. Sigurður Ingi segir tilgang samningsins þann að hægt sé að niðurgreiða landbúnaðarvörur til neytenda. Mikilverð stefnubreyting að hverfa frá kvótakerfi. Greiðslumark gengur kaupum og sölum. Eins og áður sagði má fylgjast með umræðum þingsins beint að neðan.Fréttir Vísis af nýjum búvörusamningi má sjá hér.
Búvörusamningar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira