N4 vildi helst fá svar fyrir Edduhátíðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. febrúar 2016 07:00 Framkvæmdastjóri N4 segir sveitarfélög á Suðurlandi hafa fengið jafna umfjöllun í sjónvarpsþáttaröð fyrirtækisins. Myndin er frá Eyrarbakka. Vísir/Stefán „Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin. Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Ekki væri nú verra að geta tilkynnt það á Eddunni að þessi þáttaröð verði áfram vikulega á N4,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar N4, í bréfi þar sem óskað er eftir áframhaldandi fjárstuðningi sveitarfélaga á Suðurlandi við gerð þáttanna Að sunnan. Sunnlensku sveitarfélögin hafa nú þegar styrkt N4 fjárhagslega við gerð 36 þátta í seríunni Að sunnan þar sem áhersla er lögð á jákvæða umfjöllun um atvinnulíf og mannlíf á svæðinu. „Við hjá N4 erum ykkur afar þakklát fyrir þann mikla og dygga stuðning sem sveitarfélögin fjórtán hafa sýnt þessari þáttaröð,“ segir í bréfi framkvæmdastjóra N4 sem einnig þakkar sunnlenskum fyrirtækjum fyrir auglýsingatekjur við gerð tólf þátta.Margrét BlöndalMaría Björk segir öll sveitarfélögin hafa fengi jafna umfjöllun. Full ástæða sé til að halda þáttaröðinni áfram. Þannig yrði öllum landshlutunum fjórum haldið í loftinu hjá N4 því auk þáttanna Að sunnan, Að norðan og Að austan hefjist þáttaröðinni Að vestan í næsta mánuði. „Óskað er eftir áframhaldandi styrk við gerð þáttanna frá hverju sveitarfélagi, samtals krónur 750.000,“ segir framkvæmdastjóri N4 í bréfinu til sveitarfélaganna. Stefnt sé að gerð 36 þátta á tólf mánuðum. Í bréfinu er bent á að þættirnir Að sunnan hafa verið tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum Menningarþættir. „Þetta er mikill heiður og ber fagmennsku Margrétar Blöndal og Sighvats Jónssonar gott merki,“ segir María Björk og biður um að vera látin vita sem allra fyrst svo hægt sé að semja við Margréti og Sighvat og svo hægt sé að tilkynna um framhald þáttanna á Eddunni sem fram fer á sunnudaginn. Margrét og Sighvatur eru bæði dagskrárgerðarmenn á RÚV.Sighvatur Jónsson.Erindi N4 var tekið fyrir og samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Ölfusi en á bæjarráðsfundi í Árborg á fimmtudag var málinu vísað til umræðu í starfshópi um ferðamál og í byggðaráði Rangárþings ytra var málinu vísað til skoðunar hjá atvinnu- og menningarmálanefnd. Að sunnan var tilnefnt sem Menningarþáttur ársins á Edduverðlaunahátíðinni í gær, en laut í lægra haldi fyrir Öldinni hennar, sem hlaut verðlaunin.
Eddan Fjölmiðlar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira