Nýtir öll verkfærin sem hún er búin að safna að sér í lífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:00 Margrét er alin upp í ferðamennsku og var farin að vinna sem leiðsögumaður tvítug á Mallorca. Vísir/Anton Brink „Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét. Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
„Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét.
Fréttir af flugi Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira