Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Almannavarnarnefnd Mýrdalshrepps fundar í dag vegna slyssins í Reynisfjöru. Mynd/Haraldur Guðjónsson Mynd/Haraldur Guðjónsson Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11