Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2016 16:01 Anders Hamsten, til vinstri, hefur sagt af sér vegna máls Macchiarini. mynd/karolinska og vísir/epa Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Útlit er fyrir að ítalski læknirinn Paolo Macchiarini hafi falsað gögn í tilraunum sínum áður en hann græddi plastbarka í krabbameinssjúklinga á árunum 2011-2012. Gögnin komu fram fyrir skemmstu og hafa meðal annars orðið til þess að Anders Hamsten, rektor Karolinska háskólans, sagði af sér í gær. Hamsten hafði verið rektor frá upphafi árs 2013. Rektorinn upplýsti um ákvörðun sína í dagblaðinu Dagens Nyheter. „Traust fólks til mín sem rektors hefur rýrnað vegna málsins, bæði meðal almennings en einnig hjá starfsfólki og nemum Karolinsa. Ég átta mig á því að það mun reynar mér erfitt að halda áfram starfi mínu sem rektor þessarar merku stofnunar og hef því ákveðið að stíga til hliðar,“ skrifar Hamsten. Mál Macchiarini hefur verið til umfjöllunar nú í talsverðan tíma og lítur verr og verr út fyrir hlutaðeigandi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar koma fram. Fyrir rúmu ári komst upp að hann hafði ekki fengið leyfi siðanefndar til þess að framkvæma barkaígræðslurnar en þær þóttu stórmerkilegt læknisfræðilegt afrek í upphafi. Fyrsta aðgerðin var framkvæmd á eritreskum manni, Andemariam Beyene, sem komið hafði til Íslands til að nema fræði tengd jarðhita. Aðgerðin var gerð árið 2011 en Beyene lést árið 2014 vegna veikinda sinna.Sjá einnig:Landlæknir um barkaígræðsluna: „Tilraunaaðgerð fyrir einstakling sem átti engra kosta völ“Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að aðgerðina umtöluðu.vísir/vilhelm„Við sendum fyrsta sjúklinginn út og hann fer í meðferð þar. Það var í góðri trú,“ sagði Tómas Guðbjartsson skurðlæknir í samtali við Vísi í janúar í fyrra en hann var í teyminu sem framkvæmdi gervibarkaígræðslu Beyene í Svíþjóð. Annar íslenskur læknir, Óskar Einarsson, kom einnig að meðferðinni og var titlaður meðhöfundur að grein Macchiarini um málið. Umræddir gervibarkar voru úr plasti en höfðu legið í stofnfrumum áður en þeim var komið fyrir í sjúklunginum. Alls voru gerðar átta slíkar ígræðslur en fjórir sjúklinganna eru nú látnir. Ný gögn tengd málinu komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu en þau benda til þess að Macchiarini hafi falsað gögn á meðan rannsóknum stóð. Gögnin tengjast bæði myndum í tengslum við aðgerðina á Beyene en einnig rannsóknir sem áður höfðu verið gerðar á rottum. Þar má meðal annars nefna myndir sem áttu að sýna ástand dýra fyrir og eftir tilraunir. Myndirnar voru margnotaðar í þeim tilgangi að fjölga niðurstöðum en hluta þeirra má sjá með því að smella hér. Í yfirlýsingu frá Karolinska kemur fram að mál Macchiarini verði rannsakað á nýju í ljósi þessara nýju gagna sem komið hafa fram. Í ágúst í fyrra komst sjúkrahúsið að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar teldust ekki vísindalegt misferli. Sakamálarannsókn því tengt er enn í gangi.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13 Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00 Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48 Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Saksóknarar rannsaka brot gegn lögum um notkun lækningartækja vegna barkaígræðslunnar "Rannsókn málsins er á frumstigi,“ segir Niklas Löfmark hjá lögreglunni í Stokkhólmi. 29. maí 2015 16:13
Barkaígræðslan gerði Andemariam kleift að sjá barnið sitt í fyrsta sinn Tómas Guðbjartsson var borinn þungum sökum og gat ekki svarað fyrir sig á meðan á fréttaumfjöllun stóð. 29. ágúst 2015 21:00
Landlæknir var forstjóri Karolinska þegar barkaígræðslan fór fram Lögreglurannsókn hafin á ígræðslunni. 28. maí 2015 09:48
Gervibarkaígræðsla ítalska læknisins telst ekki vísindalegt misferli "Þungu fargi af mér létt,“ segir Tómas Guðbjartsson en hann kom að aðgerðinni. 28. ágúst 2015 14:58
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53