Sigmundur segir eins og Árni Páll óttist innrás ferðamanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 16:00 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í innviðauppbyggingu vegna fjölgunar ferðamanna á þingi í dag. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög. Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira