Sigmundur segir eins og Árni Páll óttist innrás ferðamanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 16:00 Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í innviðauppbyggingu vegna fjölgunar ferðamanna á þingi í dag. Vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög. Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, bað um svör frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um hvernig ríkisstjórnin hans ætlaði að takast á við mikla aukningu ferðamanna og innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna hennar á þingi í dag. „Fjöldi ferðamanna í janúr var jafn mikill og í júnímánði árið 2012 en ríkisstjórnin hefur algjörlega klúðrað því að bregðast við þessari fjölgun og klúðrað gjaldtöku af ferðamönnum allan þennan tíma,“ sagði hann.Stöndum ekki undir uppbyggingunni „Það er óhugsandi að 330 þúsund manna þjóð geti með skattfé sínu byggt innviði sem duga fyrir 400 þúsund manns á hverjum tíma. Það mun setja óbærilegar byrgðar á okkur og bitna á heilbrigðisþjónustunni sem við búum við og velferðarþjónustunni sem við búum við af öðrum kosti. Það verður að láta ferðamennina sjálfa greiða fyrir uppbygginguna,“ sagði hann í fyrrispurn sinni. „Innviðir duga ekki, fólk er í lífshættu og það verður að taka gjöld af ferðamönnum sjálfum,“ sagði hann og að nú værum við að takast á við afleyðingar þess að ríkisstjórnarnarflokkarnir hafi barist eins og ljón gegn gjaldtöku á ferðamenn á síðasta kjörtímabili. Heldur neikvæð mynd Sigmundur Davíð sagði að sér þætti Árni Páll ganga langt í að draga upp neikvæða mynd af fjölgun ferðamanna hingað til lands. „Fjölgunin hefur verið gríðarlega mikil og meðal annars vegna þess að það var komist hjá því að fara í skattaaðgerðir sem að síðasta ríkisstjórn boðaði sem hefði verið til þess fallin að fæla fólk frá,“ sagði hann og bætti við að sérfræðingar hefðu talið það vera vísustu leiðina til að snúa við þróun um fjölgun ferðamanna að ráðast í þá gjalddtöku sem síðasta stjórn boðaði. Sigmundur sagði það ekki standa á ríkisstjórninni að auka fjármagn til innviðauppbyggingu. Hann sagði að það fjármagn sem þegar væru á reiðu til innviðauppbyggingar hefði ekki verið nýtt jafn hratt og stjórnvöld hefðu veitt það. „En þegar fjölgunin er þetta gríðarlega hröð, þá er eðlilegt að það taki tíma að byggja upp kerfi sem getur haldið í við þá þróun,“ sagði hann. Á áfram að nota skattfé? Eftir þetta svar kom Árni Páll aftur í pontu og sagði: „Það kemur ekkert svar. Hvernig á að mæta þessari brýnu þörf? Hvernig á að koma í veg fyrir að fólk sé í lífshættu? Hvar á að taka féð til að byggja nýja vegi til að mæta þessari fjölgun ferðamanna? Af almennu skattfé, áfram? Nú þá verður minna til ráðstöfunar í heilbrigðisþjónustuna og önnur dýrmæt verkefni fyrir landsmenn.“ Sigmundur Davíð sagðist ekki skilja geðshræringu Árna Páls. „Það er eins og hann telji að landið sé að verða fyrir innrás – innrás ferðamanna – og að mönnum standi ógn af þessu fólki hvar sem maður kemur,“ sagði hann. Forsætisráðherrann sagði alveg rétt að byggja þurfi upp innviði en að sú uppbygging stæði yfir. „Það hefur verið fjármagni af hálfu ríkisins í þá uppbyggingu en það sama þurfa fyrirtæki í ferðaþjónustu að sjálfsögðu að gera og sveitarfélögin,“ sagði hann og bætti við að ferðaþjónustan væri þegar að skila gríðarlegum tekjum og fyrir vikið hefði ríkið úr meiru að spila. „Hann heldur hér fram hreinun ósannindum um að það séu engir nýir peningar í löggæslu, engir nýir peningar í heilbrigðismálum,“ sagði hann um Árna Pál og sagði að það blasti við þeim sem skoðuðu tölurnar um að búið væri að stórauka framlög.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnmálavísir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira