Eignir ríkisins að grotna niður og samfélagið að versna Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2016 19:49 Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Eignir samfélagsins eru að rýrna og þar með er samfélagið að versna með lélegum vegum og mygluðum húsum að mati þingmanns Bjartrar framtíðar. Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að auka fjárfestingu í innviðum samfélagsins en þar sé svigrúm ríkisins því miður ekki mikið. Ein af afleiðingunum af hruni efnahagslífsins var að mikið var skorið niður til innviða samfélagsins, eins og vegagerðar og viðhalds á opinberum byggingum. Nú er svo komið að margir óttast að innviðirnir séu í raun farnir að fúna. Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræðu við fjármálaráðherra um þessi mál á Alþingi í dag. Hann sagðist hafa búist við að gefið yrði í við uppbyggingu innviða samfélagsins nú þegar efnahagslífið hefði rétt úr kútnum. Opinber fjárfesting hefði dregist saman um 47 prósent frá árinu 2008. „Og við erum einfaldlega að verða vitni að þessu. Vegir eru að versna og það þarf uppbyggingu. Þetta er farið að ógna öryggi ferðamanna og bara tímaspursmál hvenær stórslys verða. Okkur hefur líka orðið tíðrætt um heilbrigðiskerfið. Þetta blasir við þar. Þar eru húsin einfaldlega að mygla,“ sagði Guðmundur. „Þetta er auðvitað birtingarmynd af því að eignir okkar, eignir samfélagsins, opinberar eignir eru að rýrna. Það þýðir að samfélagið í raun og veru bara versnar,“ segir Guðmundur. Fleiri tóku undir þessi sjónarmið Guðmundar eins og Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem sagði vegakerfið þurfa á uppbyggingu og efla þyrfti löggæslu og álagið á heilbrigðiskerfið hefði aukist vegna fjölgunar ferðamanna. „Ef stjórnvöld draga lappirnar í innviða uppbyggingu þá er ferðaþjónustan og uppbygging í henni í hættu. Svo ekki sé talað um öryggi manna og heilsu,“ sagði Oddný.Svigrúm til opinberra framkvæmda lítið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að menn hefðu viljað hlífa almannatryggingakerfinu á fyrstu árunum eftir hrun en skorið þeim mun meira niður í framkvæmdum. Hann kannaðist við nauðsynleg verkefni og taldi fjölmörg þeirra upp. Hins vegar væri svigrúm ríkissjóðs til framkvæmda ekki mikið þótt það myndi lagast þegar stórum verkefnum lyki á næstunni sem opnaði möguleika á framkvæmdum upp á fimm til fimmtán milljarða. Hvert prósent af landsframleiðslu kostaði ríkissjóð hins vegar um 23 milljarða á ári. „Er svigrúm fyrir þetta? Það sem opinberar tölur eru að segja okkur í augnablikinu er að það sé mjög lítið svigrúm fyrir stórauknar opinberar framkvæmdir. Að minnsta kosti þyrfti þá með einhverjum hætti að búa það svigrúm til,“ sagði Bjarni. Mikil aukning framkvæmda hjá einkaaðilum þrengdi að möguleikum ríkisins. Atvinnuleysi væri nánast horfið og hætta á þenslu. Aftur á móti nefndi Bjarni fjárfestingar eins og kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem ekki myndu auka þensluna. „Þetta svigrúm væri auðvitað hægt að skapa með því að draga saman seglin í rekstri ríkisins. En ég sé nú ekki mikla samstöðu um það hér á þinginu að fara að draga mjög saman reksturinn þannig að þetta svigrúm verði til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira