Ferð þú áhyggjulaus á klósettið? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:30 Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kennitala á blaði 31. janúar 2016 18:52 Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun