Bresk kona dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ganga til liðs við ISIS Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2016 15:48 Tareena Shakil. Vísir/AFP Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt 26 ára breska konu í sex ára fangelsi fyrir að hafa ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við ISIS, hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum og verið reiðubúin að gera ungum syni sínum að vígamanni ISIS. Tareena Shakil sagði fyrir dómi að hún hafi ferðast til helsta vígis ISIS, Raqqa, og gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin. Hún hafi hins vegar flúið aftur til Bretlands þegar hún hafði gert sér grein fyrir að hún hafi gert skelfileg mistök.Í frétt Guardian um málið kemur fram að dómarinn hafi sett mikinn fyrirvara við frásögn Shakil af framvindu mála. „Þú laugst og laugst bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi,“ sagði dómarinn.Ferðaðist með ungan son sinnDómarinn sagði það hafa stuðað sig sérstaklega að hún hafi ferðast með barn sitt til Sýrlands og heimila myndatökur af honum með merki ISIS og hríðskotabyssu. Shakil fékk fjögurra ára dóm fyrir að hafa gengið til liðs við ISIS og tvö ár til viðbótar fyrir að hafa hvatt til hryðjuverka á samfélagsmiðlum. Shakil varð róttæk í skoðunum sínum eftir að hafa lesið áróðursefni á netinu og ferðaðist svo um Tyrkland til Sýrlands í október 2014. Hún hafði þá greint vinum og vandamönnum frá því að hún væri á leið á sólarströnd í útlöndum.Lýsti ótrúlegum flóttaShakil varði rúmum tveimur mánuðum í glæsihúsi í Raqqa þar sem hún beið þess að ganga að eiga vígamann ISIS. Á meðan á dvöl hennar stóð dreifði hún ISIS-áróðri á samfélagsmiðlum. Hún yfirgaf svo Sýrland í janúar á síðasta ári og hélt aftur til Bretlands mánuði síðar. Greindi hún lögreglu frá því að henni hafi verið rænt. Í vitnastúkunni sagði hún frá tíma sínum í Raqqa og lýsti ótrúlegum flótta sínum. Dómarinn tók frásögn hennar ekki trúanlega. Shakil kemur frá Burton-upon-Trent en bjó í Birmingham áður en hún hélt til Sýrlands. Talið er að hún sé ein af um sextíu breskum konum sem hafi yfirgefið landið og gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira