„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Visir/Vilhelm Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“ Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“
Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent