Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 14:58 Á Hótel Frón er tekið á móti Noel sem kóngur sé, hann fær fría gistingu á svítu, einkabílastæði og frían kvöldverð í boði hótelsins. Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“ Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54