Noel náði til Reykjavíkur heilu og höldnu Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2016 14:58 Á Hótel Frón er tekið á móti Noel sem kóngur sé, hann fær fría gistingu á svítu, einkabílastæði og frían kvöldverð í boði hótelsins. Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“ Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Noel Santillan sem fór óvart alla leið til Siglufjarðar er kominn heilu og höldnu til Reykjavíkur. Noel var þreyttur eftir ferðalagið að norðan þegar Vísir heyrði í honum nú rétt í þessu, en kátur og glaður en hinn ungi Bandaríkjamaður er einstaklega viðræðugóður og viðfeldinn. Þegar blaðamaður spurði Noel hvort hann hafi nokkuð villst á leiðinni til baka, hló Noel og sagði að það hafi borið vel í veiði. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki á Siglufirði, meðal annarra Ameríkumanni sem var þar á ferð og Noel fékk að vera í samfloti með honum suður. Fólk farið að stara á ferðalanginn„Ég var því mjög feginn. Það var langbest í stöðunni,“ segir Noel sem er þegar orðinn vel þekktur á Íslandi, og reyndar víðar, eftir að fréttir fóru að berast af óvæntu ferðalagi hans norður til Siglufjarðar. „Þetta er mjög skrítið. Ég tek eftir því að fólk er farið að horfa á mig, sem er einkennilegt fyrir mig sem er bara venjulegur náungi. En, mjög gaman.“ Kominn í sollinn. Noel þakkar Jeremy W. Pearson það að hafa komist í heilu lagi til Reykjavíkur, en þeir fóru í samfloti suður. Noel ætlar að halla sér áður en hann fer til að kanna höfuðborgina. Og framkvæmdastjóri Bláa lónsins hefur sett sig í samband við hann og boðið honum sérstaklega, Noel að kostnaðarlausu, að fara í Bláa lónið. Og á Hótel Fróni, þangað sem ferðinni var upphaflega heitið, hefur Noel verið tekið eins og hann sé konungsborinn. „Ég er algerlega orðlaus,“ segir Noel. Hann á pantað flug vestur um haf á laugardaginn en það má vel vera að Noel framlengi dvöl sína á Íslandi, svo mikil ævintýraferð hefur þetta reynst. Tekið á móti Noel sem kóngur sé„Já, við tökum á móti honum eins og kóngi,“ segir hótelstjórinn Gísli Úlfarsson sem hefur aldrei upplifað annað eins á átján ára ferli í hótelbransanum. Hann segir að Noel komi alveg einstaklega vel fyrir. „Já, ég hef aðeins spjallað við hann. Við höfum uppfært hann, Noel var bókaður í einstaklingsherbergi en við höfum fært hann í deluxe íbúð – eða svítu. Svo bjóðum við honum út að borða í kvöld á Skandinavian Restorant, sem er á jarðhæðinni hjá okkur. Þar fær hann að borða og drekka að vild,“ segir Gísli sem er ákaflega ánægður að fá loksins að hitta þennan fræga gest sinn. „Ég hef aldrei lent í neinu í líkingu við þetta og hef þó verið í þessu fagi í 18 ár. Þetta er algjör snilld. Og ákaflega skemmtilegt.“
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54