Conor rífst við þungavigtarmeistarann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2016 23:15 Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. Þeir byrjuðu að rífast í desember er Werdum hélt því fram að McGregor hefði viljað æfa hjá honum í Kings MMA liðinu. Conor þvertók fyrir það. „Af hverju ætti ég að vilja æfa í sal með þessum aumingjum? Werdum þarf að vera með sínar staðreyndir á hreinu áður en ég mæti, kaupi staðinn og breyti honum í ruslaport,“ sagði Conor þá. Werdum svaraði því til að hann hefði slegið Írann utan undir ef hann hefði sagt þetta upp í opið geðið á sér.Sjá einnig: Gunnar farinn til Dublin að aðstoða ConorFabricio Werdum.vísir/gettyUm síðustu helgi var Conor valinn bardagamaður síðasta árs hjá UFC. Hann er að æfa með Gunnar í Dublin fyrir komandi bardaga og því var þakkarræða hans á myndbandi. Hann notaði ræðuna til þess að punda aftur á Werdum. Werdum dró sig úr titilbardaga sínum á dögunum og það fannst Conor aumingjalegt. „Ég þarf að mata ykkur alla aumingjana. Ég þarf að gefa ykkur öllum að borða því þið aumingjarnir nennið ekki að vinna. Við erum með þungavigtarmeistara sem er ræfill. Hætti við bardaga af því honum var illt í tánni. Hvaða meistari gerir það?“ sagði Conor grimmur í þessari afar sérstöku þakkarræðu. Hann fer ávallt sínar leiðir. Werdum svaraði honum í dag og það á afar sérstakan hátt og með afar furðulegri mynd. Fólk almennt skilur ekki hvað Werdum er að fara en hann er klárlega að tapa þessu rifrildi. Please Werdum :: Go slow :: easy you are a heavyweight !!! Wow !!! Now I love you more than #DanaWhite . now I know why #vaicavalo A photo posted by Fabricio Werdum (@werdum) on Feb 7, 2016 at 6:40pm PST MMA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. Þeir byrjuðu að rífast í desember er Werdum hélt því fram að McGregor hefði viljað æfa hjá honum í Kings MMA liðinu. Conor þvertók fyrir það. „Af hverju ætti ég að vilja æfa í sal með þessum aumingjum? Werdum þarf að vera með sínar staðreyndir á hreinu áður en ég mæti, kaupi staðinn og breyti honum í ruslaport,“ sagði Conor þá. Werdum svaraði því til að hann hefði slegið Írann utan undir ef hann hefði sagt þetta upp í opið geðið á sér.Sjá einnig: Gunnar farinn til Dublin að aðstoða ConorFabricio Werdum.vísir/gettyUm síðustu helgi var Conor valinn bardagamaður síðasta árs hjá UFC. Hann er að æfa með Gunnar í Dublin fyrir komandi bardaga og því var þakkarræða hans á myndbandi. Hann notaði ræðuna til þess að punda aftur á Werdum. Werdum dró sig úr titilbardaga sínum á dögunum og það fannst Conor aumingjalegt. „Ég þarf að mata ykkur alla aumingjana. Ég þarf að gefa ykkur öllum að borða því þið aumingjarnir nennið ekki að vinna. Við erum með þungavigtarmeistara sem er ræfill. Hætti við bardaga af því honum var illt í tánni. Hvaða meistari gerir það?“ sagði Conor grimmur í þessari afar sérstöku þakkarræðu. Hann fer ávallt sínar leiðir. Werdum svaraði honum í dag og það á afar sérstakan hátt og með afar furðulegri mynd. Fólk almennt skilur ekki hvað Werdum er að fara en hann er klárlega að tapa þessu rifrildi. Please Werdum :: Go slow :: easy you are a heavyweight !!! Wow !!! Now I love you more than #DanaWhite . now I know why #vaicavalo A photo posted by Fabricio Werdum (@werdum) on Feb 7, 2016 at 6:40pm PST
MMA Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira