"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:17 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra Alþingi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Alþingi Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent