Þingmaður segir starfsmenn Landsbankans upplifa vanlíðan við störf sín alla daga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2016 15:53 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendi Landsbanknum erindi og spurði hvort ekki standi fyrir dyrum að skipta um stjórnendur í bankanum. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira