Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. janúar 2016 20:24 Metfjöldi hælisleitanda leitaði til Íslands í fyrra. mynd/rósa björk / vísir/getty Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, hvort og hve oft endurgreiðslu ákvæðum útlendingalaga hafi verið beitt á undanförnum fimm árum. Í útlendingalögum eru tvö ákvæði sem heimila að krefja útlending um endurgreiðslu kostnaðar. Annað ákvæðið snýr að endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur vegna réttaraðstoðar hafi hælisleitandi, sem ekki fær hæli, ráð á því en hitt ákvæðið snýr að endurgreiðslu vegna fyrirgreiðslu komi í ljós að hann hafi ekki haft þörf fyrir hana. Í gær voru samþykkt lög í danska þinginu sem heimila meðal annars að gera verðmætar eignir flóttamanna upptækar. Breytingarnar þykja afar umdeildar en þær voru samþykktar með miklum meirihluta. „Við hljótum sem þjóð að vilja ekki fara nándar nærri því sem Danmörk var að gera,“ segir Rósa Björk í samtali við Vísi. „Fólk sem hingað kemur í leit að hæli hefur sjaldnast mikið á milli handanna og þarna eru lagaákvæði sem heimila að rukka hælisleitendur fyrir ýmsan kostnað ríkisins við umsókn þeirra, sem hlýtur þá að heimila að rukka þá fyrir lögfræðivinnu eða aðstoð ríkisins. Mér finnst það ansi lágt lagst og þykir áhugavert að sjá hvort þessari heimild hafi verið beitt.“ Fyrirspurn Rósu snýr einnig að því hve háar upphæðir ræðir í samtals og í hverju tilfelli fyrir sig. Að auki spyr hún hvort ráðherra hafi í hyggju að fella ákvæðin úr lögunum. Ákvæðunum var bætt inn í lögin þegar Ragna Árnadóttir var innanríkisráðherra en það var gert með lögum nr. 115/2010. Rósa Björk er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs auk þess að vera framkvæmdastýra þingflokksins. Hún situr nú á þingi í stað Ögmundar Jónassonar. Frá því hún tók sæti fyrir tveimur dögum hefur hún lagt fram fimm fyrirspurnir sem snúast meðal annars um samskiptavanda innan lögreglunnar og hrefnuveiðar.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira