Kári Stefánsson vill að forsetaembættið verði lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2016 18:51 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill leggja niður forsetaembættið og segir að málskotsréttur forseta trufli þingræði í landinu. Hann er jafnframt ósáttur við að myndskeið þar sem hann tjáir sig á hressilegan hátt hafi verið gert opinbert. „Ég held að við ættum að leggja niður forsetaembættið. Ég held að það gegni nákvæmlega engum tilgangi,“ sagði Kári sem var gestur í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. „Við ættum að koma upp barnaheimili á Bessastöðum. Þetta er ágætis hús fyrir það.“ Kári útskýrði mál sitt með tilvísun í það að á Íslandi væri við lýði þingræði sem ekki ætti að hræra í þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert vel þegar hann nýtti málskotsrétt sinn til þess að skjóta Icesave-samningunum til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þó svo að í þessum tilfellum eins og Icesave-málinu hafi Ólafur Ragnar reynst þessari þjóð vel þá þýðir það ekki endilega að við eigum að leyfa því að trufla þetta þingræði sem við höfum í landinu,“ sagði Kári. „Þetta er svolítið fikt í því og guði sé lof fiktaði hann í því en af og til er hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum og ég held að hann hafi gert það þar.“Sjá einnig: Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherraKári hefur að undanförnu verið orðaður við framboð til forsetaembættisins en segir að það sé greinilega ekki hollt að gegna embætti forseta Íslands. „Ég held því fram að það sé bysna óhollt fyrir fólk að verða forseti. Þú sérð bara hvað þetta hefur gert fólki eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki vildi ég verða eins og þau á á gamals aldri,“ sagði Kári.Segir birtingu myndskeiðs dónaskapKári Stefánsson er ekki sáttur við að myndskeið þar sem hann ræddi nýverið á kraftmikinn hátt á málþingi Pírata um staðsetningu nýs spítala hafi verið gert opinbert á netinu. „Einn af Pírötunum tekur þetta upp án þes að fá leyfi mitt, setur þetta á netið án þess að fá leyfi mitt. Þetta er dónaskapur,“ sagði Kári.Sjá einnig: Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“„Þarna er ég að tala fyrir hópi fullorðins fólks. Nú er þetta tekið og sett á netið þar sem þetta er aðgengilegt börnum. Ég nota annað orðalag þegar ég ávarpa börn heldur en fullorðna. Þarna eyðileggur þessi Pírati þau stílbrögð sem ég vil nota þegar ég tjái mig um þetta við fólk. Ég get hinsvegar staðið við innihald þess sem ég talaði um.“Kári Stefánsson var gestur í Eyjunni en innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13 Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51 Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Kári hótar ríkisstjórninni 100 þúsund undirskriftum "Söfnunin verður létt verk og löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 10. desember 2015 10:13
Kári: Heiður að fá skvettu úr koppi forsætisráðherra „Það er alveg ljóst að ég kem til með að þvo þetta af mér og þurrka mér.“ 11. desember 2015 14:51
Kári Stefánsson: „Það skiptir engu fokking máli hvar andskotans spítalinn er reistur“ Forstjóri Íslenskar erfðagreiningar var ómyrkur í máli á málfundi Pírata í dag. 9. janúar 2016 16:23
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00