Ætla að gefa út fyrirmæli til lögreglustjóra um hvernig á að yfirheyra viðkvæma Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 11:32 Engar samræmdar verklagsreglur eru til í dag um meðhöndlun lögreglu á málum þar sem grunur leikur á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Vísir/GVA Engar samræmdar verklagsreglur hafa verið settar af ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara um viðbrögð lögreglu þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Til stendur þó hjá ríkissaksóknara að gefa út almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/AntonÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem svarið byggir meðal annars á, eru í gildi verklagsreglur um skráningu og meðferð heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru lögreglu þar sem kveðið er á um að ef þolandi er fatlaður skuli tilkynna réttindagæslumanni fatlaðs fólks um málið. Reglurnar kveða einnig á um að í þeim tilvikum þar sem sakborningur eða brotaþoli er ekki fær um að eiga orðaskipti á mæltu máli skuli á sama hátt kallaður til kunnáttumaður til aðstoðar, eins og það er orðað í svarinu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara var haldinn sérstakur fræðslufundur með öllum ákærendum í apríl á síðasta ári þar sem fjallað var um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Þar var meðal annars fjallað um þau atriði sem hafa ber í huga þegar rannsókn hefst og fyrir liggur að sakborningur eða brotaþoli er með þroskaskerðingu. „Sérstaklega var farið yfir ákvæði laga um tilhögun skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, enda skiptir mjög miklu að vandað sé til verka þegar teknar eru skýrslur í málum sem þessum,“ segir í svarinu. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Engar samræmdar verklagsreglur hafa verið settar af ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara um viðbrögð lögreglu þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Til stendur þó hjá ríkissaksóknara að gefa út almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/AntonÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem svarið byggir meðal annars á, eru í gildi verklagsreglur um skráningu og meðferð heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru lögreglu þar sem kveðið er á um að ef þolandi er fatlaður skuli tilkynna réttindagæslumanni fatlaðs fólks um málið. Reglurnar kveða einnig á um að í þeim tilvikum þar sem sakborningur eða brotaþoli er ekki fær um að eiga orðaskipti á mæltu máli skuli á sama hátt kallaður til kunnáttumaður til aðstoðar, eins og það er orðað í svarinu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara var haldinn sérstakur fræðslufundur með öllum ákærendum í apríl á síðasta ári þar sem fjallað var um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Þar var meðal annars fjallað um þau atriði sem hafa ber í huga þegar rannsókn hefst og fyrir liggur að sakborningur eða brotaþoli er með þroskaskerðingu. „Sérstaklega var farið yfir ákvæði laga um tilhögun skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, enda skiptir mjög miklu að vandað sé til verka þegar teknar eru skýrslur í málum sem þessum,“ segir í svarinu.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira