Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 13:45 Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir því í sigrinum á EM 2014. vísir/afp Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12