Af jólakveðjum í útvarpinu Pétur Blöndal skrifar 15. janúar 2016 07:00 Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. En svo lesendur átti sig á eðli málsins er texti auglýsinganna svona: - Með íslensku áli verða farartæki léttari og útblásturinn minnkar. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Það má nota eina áldós næstum hundrað sinnum. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Íslenskt ál er notað í allskonar vörur um allan heim. Og svo má endurvinna það nánast endalaust. Gleðilega hátíð – Norðurál. Ekki íslenskt ál?Gagnrýnt er að skilja megi orðalagið „álið okkar“ eins og það sé íslenskt. Það hlýtur að teljast fullkomlega eðlilegt að tala um íslenskt ál þótt mikið af hráefninu komi annars staðar frá. Íslensk orka er skilyrði fyrir því að breyta hráefninu í ál og til þess þarf sérhæft starfsfólk og tæknilega fullkomin álver sem starfrækt eru á Íslandi. Þetta er sambærilegt við að kaupa fræ frá útlöndum og gróðursetja þau á Íslandi; ávöxtinn sem vex upp af því má með réttu kalla íslenska framleiðslu. Eru bakarí á Íslandi ekki að baka íslenskt brauð af því hveitið kemur að utan? Endurvinnsla „stolnar fjaðrir“?Gagnrýnt er að talað sé um ál sem „einhvern grænasta málm í heimi“ og að með tali um endurvinnslu áls sé Norðurál að skreyta sig með „stolnum fjöðrum“. Það er staðreynd að ál er á meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir. Í skýrslu SÞ frá 2011 kemur fram að af 60 málmtegundum voru aðeins 18 með endurvinnsluhlutfall yfir 50% og er álið þeirra á meðal. Endurvinnsluhlutfall drykkjardósa er um 70% í Evrópu. Það er meira en almennt tíðkast um drykkjarumbúðir, enda hefur ál það umfram flest önnur umbúðaefni að hægt er að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Til að endurvinna ál þarf einungis 5% af orkunni sem fór í að framleiða það í fyrsta skipti, sem þýðir að í endurvinnslunni felst efnahagslegur hvati, auk þess sem orka sparast og dregið er úr losun. Álið hefur leikið aðalhlutverk í endurvinnslubyltingu síðustu áratuga og álfyrirtækin sem starfa á Íslandi hafa tekið þátt í þeirri þróun, m.a. með þátttöku í átaksverkefnum um söfnun og endurvinnslu áls. Það er fullkomlega eðlilegt að þau bendi á þessa staðreynd og fráleitt að kalla það „stolnar fjaðrir“. Gagnrýnt er að framleiðsluferli áls hafi umhverfisáhrif. Framleiðsla á áli hefur vissulega umhverfisáhrif á heimsvísu. Umfangið er þó lítið sé horft á heildarmyndina; aðeins tæpar 60 milljónir tonna framleidd á ári á meðan járn er langt yfir 1.000 milljónum tonna. Á hverju ári er svipað stórt svæði grætt upp aftur og fer undir báxítnámur. Þá hafa miklar framfarir orðið í meðhöndlun úrgangs frá súrálsframleiðslu, bæði varðandi örugga geymslu á þurru formi frekar en blautu, og nýtingu sem hráefni í aðrar vörur. Það er rétt að álver losa kolefni og er það óhjákvæmilegt í framleiðsluferli áls, þar sem kolaskaut eru notuð við rafgreininguna. Álver á Íslandi hafa lagt mikið upp úr því að draga úr þessari losun á hvert framleitt tonn og hefur hún dregist saman um 75% frá árinu 1990. Hvað Grundartanga varðar, koma margar stofnanir að umhverfisvöktun þar. Af því veikindi hrossa á Kúludalsá eru nefnd í grein Snorra, þá hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar. Í álframleiðslu er losunin mest við orkuvinnsluna á heimsvísu. Þar sem íslensk orka er umhverfisvæn með tilliti til losunar, þá er heildarlosun af íslenskri álframleiðslu sexfalt minni en af álverum knúnum gasorku í Mið-Austurlöndum og tífalt minni en af kolaknúnum álverum í Kína. Eftir stendur að aukin notkun áls er lykilþáttur í að draga úr losun mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. Við Íslendingar getum með réttu verið stoltir af framlagi okkar í þeim efnum. Fyrir hönd íslensks áliðnaðar óska ég landsmönnum farsældar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Tengdar fréttir Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. En svo lesendur átti sig á eðli málsins er texti auglýsinganna svona: - Með íslensku áli verða farartæki léttari og útblásturinn minnkar. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Það má nota eina áldós næstum hundrað sinnum. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Íslenskt ál er notað í allskonar vörur um allan heim. Og svo má endurvinna það nánast endalaust. Gleðilega hátíð – Norðurál. Ekki íslenskt ál?Gagnrýnt er að skilja megi orðalagið „álið okkar“ eins og það sé íslenskt. Það hlýtur að teljast fullkomlega eðlilegt að tala um íslenskt ál þótt mikið af hráefninu komi annars staðar frá. Íslensk orka er skilyrði fyrir því að breyta hráefninu í ál og til þess þarf sérhæft starfsfólk og tæknilega fullkomin álver sem starfrækt eru á Íslandi. Þetta er sambærilegt við að kaupa fræ frá útlöndum og gróðursetja þau á Íslandi; ávöxtinn sem vex upp af því má með réttu kalla íslenska framleiðslu. Eru bakarí á Íslandi ekki að baka íslenskt brauð af því hveitið kemur að utan? Endurvinnsla „stolnar fjaðrir“?Gagnrýnt er að talað sé um ál sem „einhvern grænasta málm í heimi“ og að með tali um endurvinnslu áls sé Norðurál að skreyta sig með „stolnum fjöðrum“. Það er staðreynd að ál er á meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir. Í skýrslu SÞ frá 2011 kemur fram að af 60 málmtegundum voru aðeins 18 með endurvinnsluhlutfall yfir 50% og er álið þeirra á meðal. Endurvinnsluhlutfall drykkjardósa er um 70% í Evrópu. Það er meira en almennt tíðkast um drykkjarumbúðir, enda hefur ál það umfram flest önnur umbúðaefni að hægt er að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Til að endurvinna ál þarf einungis 5% af orkunni sem fór í að framleiða það í fyrsta skipti, sem þýðir að í endurvinnslunni felst efnahagslegur hvati, auk þess sem orka sparast og dregið er úr losun. Álið hefur leikið aðalhlutverk í endurvinnslubyltingu síðustu áratuga og álfyrirtækin sem starfa á Íslandi hafa tekið þátt í þeirri þróun, m.a. með þátttöku í átaksverkefnum um söfnun og endurvinnslu áls. Það er fullkomlega eðlilegt að þau bendi á þessa staðreynd og fráleitt að kalla það „stolnar fjaðrir“. Gagnrýnt er að framleiðsluferli áls hafi umhverfisáhrif. Framleiðsla á áli hefur vissulega umhverfisáhrif á heimsvísu. Umfangið er þó lítið sé horft á heildarmyndina; aðeins tæpar 60 milljónir tonna framleidd á ári á meðan járn er langt yfir 1.000 milljónum tonna. Á hverju ári er svipað stórt svæði grætt upp aftur og fer undir báxítnámur. Þá hafa miklar framfarir orðið í meðhöndlun úrgangs frá súrálsframleiðslu, bæði varðandi örugga geymslu á þurru formi frekar en blautu, og nýtingu sem hráefni í aðrar vörur. Það er rétt að álver losa kolefni og er það óhjákvæmilegt í framleiðsluferli áls, þar sem kolaskaut eru notuð við rafgreininguna. Álver á Íslandi hafa lagt mikið upp úr því að draga úr þessari losun á hvert framleitt tonn og hefur hún dregist saman um 75% frá árinu 1990. Hvað Grundartanga varðar, koma margar stofnanir að umhverfisvöktun þar. Af því veikindi hrossa á Kúludalsá eru nefnd í grein Snorra, þá hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar. Í álframleiðslu er losunin mest við orkuvinnsluna á heimsvísu. Þar sem íslensk orka er umhverfisvæn með tilliti til losunar, þá er heildarlosun af íslenskri álframleiðslu sexfalt minni en af álverum knúnum gasorku í Mið-Austurlöndum og tífalt minni en af kolaknúnum álverum í Kína. Eftir stendur að aukin notkun áls er lykilþáttur í að draga úr losun mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. Við Íslendingar getum með réttu verið stoltir af framlagi okkar í þeim efnum. Fyrir hönd íslensks áliðnaðar óska ég landsmönnum farsældar á nýju ári.
Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun