Ísland í dag: Segir Atla aldrei hafa sýnt iðrun Bjarki Ármannsson skrifar 19. janúar 2016 20:00 Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Um fátt hefur verið rætt í dag meira en mál Atla Helgasonar, sem veitt hefur verið uppreist æru og sem sækist eftir málflutningsréttindum sínum á ný. Atli hlaut sextán ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni. Ísland í dag ræddi við Birgi Örn Birgisson, föður Einars, í beinni útsendingu í kvöld. Birgir segir það hafa komið mjög á óvart í gær þegar sonur hans hafði samband rétt fyrir Kastljós á RÚV í gær til að láta vita að í þættinum yrði greint frá því að Atli hefði fengið uppreist æru. „Þetta er náttúrulega hlutur sem við áttum ekkert von á, þetta líkist því nánast þegar leitin að Einari stóð yfir og allir miðlar voru að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. Hann segir fjölskyldu Einars aldrei hafa heyrt frá Atla frá því að hann hlaut dóm.Sjá einnig: Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æruMorðið á Einari Erni vakti mikla athygli og óhug á sínum tíma.„Mér fyndist ekkert óeðlilegt, fyrst hann er að reyna að vinna mannorð sitt til baka, að hann reyndi einhvern veginn að hafa samband við okkur,“ segir Birgir. „Ég myndi vera alveg tilbúinn að hlusta á hvað hann hefði fram að færa. Það væri raunar mjög forvitnilegt.“ Hann ítrekar að reiði og heift ríki ekki innan fjölskyldunnar þó fréttir gærdagsins hafi ýft upp margt. „Einar var mjög hæfileikaríkur drengur og reglusamur. Hann var mjög vinsæll, átti stóran vinahóp. Hann var svolítið sérstakur, þó hann hafi verið sonur minn þá var hann spes.“Sjá einnig: Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðustu ára Birgir segir það skipta máli að Atli hafi ekki komið hreint fram við byrjun málsins. Þegar Einars var fyrst saknað tók Atli meðal annars þátt í leit að honum. „Já, ég verð að segja að mér finnst þessi blekkingarleikur af hálfu Atla, hvernig hann getur leikið tveimur skjöldum ... siðferði hans og dómgreind virðast alveg út úr kortinu.“Viðtalið í Íslandi í dag í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11