Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira