Hverjir græða á ofurtollum á kjöti Þórólfur Matthíasson skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Það er mat þeirra sem til þekkja að innflutningstollar hækki verð á nauta-, svína- og kjúklingakjöti á bilinu 40% til 90%. Háir tollar veita innlendum framleiðendum skjól gagnvart innflutningi. Mjög mismunandi er hvernig skjólið nýtist einstökum framleiðslugreinum kjötvarnings. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París safnar saman og birtir upplýsingar um áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaðsverð landbúnaðarvarnings. Áhrif tolla á afkomu íslenskra bænda eru fundin með því að bera saman skilaverð til þeirra annars vegar og erlendra kollega hins vegar. Við skilaverðið til erlendra bænda er bætt flutningskostnaði til Íslands. Með þessum hætti fæst mat á hversu mikil áhrif tollarnir hafa á skilaverð til íslenskra bænda. Árið 2014 var staðan gagnvart Íslandi eins og lýst er í meðfylgjandi töflu.Virk tollvernd ótrúlega mikil Virk tollvernd er lítil eða engin þegar litið er til hefðbundinnar kjötframleiðslu. Afnám tolla á kjötafurðir myndi litlu breyta hvað varðar skilaverð til íslenskra bænda á þessum afurðum. Virk tollvernd er hins vegar ótrúlega mikil þegar litið er til hvíta kjötsins, kjúklinga- og svínakjöts. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna árið 2014. Ofurtollar á kjöti eru gjarnan rökstuddir með tilvísan til stuðnings við búsetu í dreifðum byggðum landsins. Því hefði að óreyndu mátt ætla að tollar hefðu mest áhrif á verð á lambakjöti og því næst á verð á nautakjöti. Megnið af framleiðslu svína- og kjúklingakjöts fer fram í póstnúmerum í ágætri nálægð við póstnúmer 101 og er ekki ýkja mannaflafrek. Hvort framleitt er tonninu meira eða minna af hvítu kjöti á Íslandi hefur hverfandi, ef nokkur, áhrif á búsetu í dreifðum byggðum landsins.Er á valdi Alþingis Ofurtollar á kjötvöru skila sér augljóslega ekki með skilvirkum hætti sem stuðningur við dreifðar byggðir. Það er í valdi Alþingis og ríkisstjórnar að breyta lögum og reglum um tolla á innfluttri kjötvöru. Það stendur því upp á þessa aðila að svara því hvort þeir vilji áfram stuðla að því að þvinga neytendur til að greiða 3,6 milljarða í yfirverð fyrir kjúklinga og svínakjöt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er mat þeirra sem til þekkja að innflutningstollar hækki verð á nauta-, svína- og kjúklingakjöti á bilinu 40% til 90%. Háir tollar veita innlendum framleiðendum skjól gagnvart innflutningi. Mjög mismunandi er hvernig skjólið nýtist einstökum framleiðslugreinum kjötvarnings. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) í París safnar saman og birtir upplýsingar um áhrif stjórnvaldsaðgerða á markaðsverð landbúnaðarvarnings. Áhrif tolla á afkomu íslenskra bænda eru fundin með því að bera saman skilaverð til þeirra annars vegar og erlendra kollega hins vegar. Við skilaverðið til erlendra bænda er bætt flutningskostnaði til Íslands. Með þessum hætti fæst mat á hversu mikil áhrif tollarnir hafa á skilaverð til íslenskra bænda. Árið 2014 var staðan gagnvart Íslandi eins og lýst er í meðfylgjandi töflu.Virk tollvernd ótrúlega mikil Virk tollvernd er lítil eða engin þegar litið er til hefðbundinnar kjötframleiðslu. Afnám tolla á kjötafurðir myndi litlu breyta hvað varðar skilaverð til íslenskra bænda á þessum afurðum. Virk tollvernd er hins vegar ótrúlega mikil þegar litið er til hvíta kjötsins, kjúklinga- og svínakjöts. Samkvæmt tölum OECD nam umframkostnaður íslenskra neytenda vegna ofurtolla á kjúklinga- og svínakjöti 3,6 milljörðum króna árið 2014. Ofurtollar á kjöti eru gjarnan rökstuddir með tilvísan til stuðnings við búsetu í dreifðum byggðum landsins. Því hefði að óreyndu mátt ætla að tollar hefðu mest áhrif á verð á lambakjöti og því næst á verð á nautakjöti. Megnið af framleiðslu svína- og kjúklingakjöts fer fram í póstnúmerum í ágætri nálægð við póstnúmer 101 og er ekki ýkja mannaflafrek. Hvort framleitt er tonninu meira eða minna af hvítu kjöti á Íslandi hefur hverfandi, ef nokkur, áhrif á búsetu í dreifðum byggðum landsins.Er á valdi Alþingis Ofurtollar á kjötvöru skila sér augljóslega ekki með skilvirkum hætti sem stuðningur við dreifðar byggðir. Það er í valdi Alþingis og ríkisstjórnar að breyta lögum og reglum um tolla á innfluttri kjötvöru. Það stendur því upp á þessa aðila að svara því hvort þeir vilji áfram stuðla að því að þvinga neytendur til að greiða 3,6 milljarða í yfirverð fyrir kjúklinga og svínakjöt.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun