Sjálfshjálparpróf í stjórnmálum STefán Jón Hafstein skrifar 30. júlí 2015 07:00 Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Stefán Jón Hafstein Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill?
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun