Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Skólpvatn sytrar úr þróm í þjóðgarðinum út í Þingvallavatn. vísir/Pjetur Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira