Gestir Þingvalla kasti af sér vatni fyrir komu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2015 07:00 Skólpvatn sytrar úr þróm í þjóðgarðinum út í Þingvallavatn. vísir/Pjetur Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir að bregðast verði strax við álagi á Þingvallavatn vegna skólpvatns sem leitar í vatnið. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður leggur til að gestir þjóðgarðsins verði hvattir til að létta á sér heima, á hóteli eða í skipi áður en komið sé á Þingvöll. Þetta skrifar Hilmar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Á meðan ekki er búið að bæta úr ástandinu við salernin þarna, þá er það bara sniðugt fyrir ferðaþjónustuaðila að hvetja gesti sína til þessa. Það þarf að minna á að þetta er þjóðgarður og svæði sem er mjög viðkvæmt,“ segir Hilmar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tillöguna aðallega setta fram til að vekja fólk til vitundar.Einar Á.E. SæmundsenÍ grein Hilmars kemur fram að skólpvatn sytri úr þróm í þjóðgarðinum og á vatnasviði Þingvallavatns. „Vegna þess hve gropin hraun eru víða á svæðinu og lítið um jarðveg á skólpvatnið greiðan aðgang í grunnvatn sem berst fyrr en seinna í Þingvallavatn. Þá er skaðinn skeður.“ Hilmar segist ekki gera sér grein fyrir hversu raunhæf tillaga hans sé en segir þó allt hjálpa til. „Það skiptir raunverulega máli að fólk geri sér grein fyrir hvað er að gerast þarna varðandi þessa úrgangslosun.“ Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, segir að kerfið sem sjái um skólpið í þjóðgarðinum nái því miður ekki að afkasta því sem í það fer. „En við keyrum seyruna sem verður eftir í burtu að mestu. Niðri við Silfru, niðri við Valhallarreitinn og á þessum viðkvæmustu svæðum erum við að keyra þetta burt.“ Einar segir að það sé í raun aðeins við salernin hjá tjaldsvæðunum og þjónustumiðstöðinni þar sem seyran er ekki keyrð í burtu. „Það er gert ráð fyrir að þessu verði ekið úr öllum salernum sem verða byggð hér úr þessu,“ segir Einar. Hann tekur fram að þessu fylgi ærinn kostnaður. „En það væri náttúrulega yndislegt ef menn gætu haldið í sér meðan þeir fara hérna í gegn,“ segir Einar léttur um tillögu Hilmars.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira