Er þetta ekki Grikkjum að kenna? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2015 07:00 Í þessari grein langar mig fjalla um algengt viðkvæði: Vandi Grikkja er bara þeim sjálfum að kenna. Ég er ósammála því. Ekki misskilja mig: Grikkir hafa vissulega farið offari og tekið lán umfram getu til að greiða til baka. Grísk stjórnmál hafa um áratugi verið gerspillt. Framgangur ríkisstarfsmanna í starfi hefur nær alfarið ráðist af flokkstengslum. Skattkerfið er lélegt og skattheimta handahófskennd. Vildarvinir stjórnarflokks á hverjum tíma hafa ekki verið rukkaðir og erfitt hefur verið að leggja á skatta án þess að þeir legðust bara á almenna launamenn, en ekki forréttindahópa. Þetta hefur skaðað mjög möguleika Grikkja til að auka ríkistekjur undanfarin ár og aukið á samfélagslega upplausn. Það er ómögulegt þegar álögur leggjast alltaf á sama hópinn og hefðarkettirnir eru stikkfrí. Í Grikklandi hafa líka viðgengist víðtækar hömlur á atvinnufrelsi, sem ekki standast leikreglur hins sameiginlega evrópska markaðar. Ísland gæti ekki sem aðili að EES haft kvótakerfi á leyfum til að keyra vörubíla svo dæmi sé tekið, en slíkt hefur til þessa dags viðgengist í Grikklandi. Meðal þess sem grísk stjórnvöld hafa marglofað skuldunautum sínum, en ekki efnt, er að afnema hömlur af þessum toga.Eins og Ísland 1975 Mér er það minnisstætt hversu hissa starfsmenn AGS voru á skilvirkni skattkerfisins á Íslandi á árunum 2008-2011: Ef við sögðumst ætla að hækka einhvern skatt þá skilaði hann sér nákvæmlega eins og við reiknuðum með. En það er ekki áskapað Íslendingum að búa við réttlátt skattkerfi. Það er afleiðing réttra pólitískra ákvarðana fyrir tiltölulega stuttu síðan. Með nokkurri einföldun má nefnilega segja að skattkerfi Grikkja svipi til þess sem var á Íslandi árið 1975: Ef menn voru í réttum flokki fengu þeir að borga skatta á vaxtalausum víxlum í 60% verðbólgu og fyrirtæki sem skulduðu vörsluskatta fengu óáreitt að stunda rekstur áfram, ef þau nutu skjóls hjá yfirvöldum. Skattkerfisbreytingar á Íslandi urðu á endanum fyrir harðfylgi stjórnmálamanna sem skynjuðu kall tímans. Fyrirmyndir voru sóttar erlendis frá. Flestar réttarbætur á sviði mannréttindamála hér á landi hafa orðið vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu. Og með aðildinni að EES-samningnum var endi bundinn á lögverndaða einokun eða fákeppni fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í flestum þeim atvinnugreinum sem sá samningur tók til. Og í þeim atvinnugreinum sem EES-samningurinn tekur ekki til, er enn við lýði fákeppni rétt tengdra afla. Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu forréttindahópa og vildarvinum hlíft við samkeppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Fordæmi Íslands sýnir betur en flest annað að alþjóðlegt samstarf er besta leiðin til að vinna á slíku.Skuld að gjalda? Allir vita að Grikkir tóku lán umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfði og fóru á svig við reglur evrusamstarfsins um skuldsetningarhlutfall ríkja. Þeir nutu þess að bankar lánuðu öllum evruríkjum á lítið hærri kjörum en Þýskaland naut. En allir vissu eða máttu vita að grískt efnahagslíf var ekki jafn sterkt og það þýska og geta til endurgreiðslu ekki sambærileg. Lánveitingarnar réttlættu bankarnir á þeirri væntingu að ríkissjóðir annarra evruríkja myndu hlaupa undir bagga með Grikkjum ef harðnaði á dalnum, þótt hvergi væri í evrusamstarfinu að finna fyrirheit um slíkt. Hægt væri með öðrum orðum að hengja byrðina um háls skattborgara í öðrum ríkjum, ef Grikki þryti afl til endurgreiðslu. Stærsti hluti vandans er ekki skuldsetning Grikkja heldur siðlausar lánveitingar banka, sem reikna með því að forgangur fjármagns yfir fólki verði ávallt tryggður. Það var enginn sem píndi evrópska banka til að lána Grikkjum gríðarfé á áþekkum kjörum og Þjóðverjum buðust. Af hverju finnst okkur alltaf að bankar eigi að fá allt sem þeir lána til baka og að öllu sé fórnandi til að það takist? Um það mun ég fjalla í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein langar mig fjalla um algengt viðkvæði: Vandi Grikkja er bara þeim sjálfum að kenna. Ég er ósammála því. Ekki misskilja mig: Grikkir hafa vissulega farið offari og tekið lán umfram getu til að greiða til baka. Grísk stjórnmál hafa um áratugi verið gerspillt. Framgangur ríkisstarfsmanna í starfi hefur nær alfarið ráðist af flokkstengslum. Skattkerfið er lélegt og skattheimta handahófskennd. Vildarvinir stjórnarflokks á hverjum tíma hafa ekki verið rukkaðir og erfitt hefur verið að leggja á skatta án þess að þeir legðust bara á almenna launamenn, en ekki forréttindahópa. Þetta hefur skaðað mjög möguleika Grikkja til að auka ríkistekjur undanfarin ár og aukið á samfélagslega upplausn. Það er ómögulegt þegar álögur leggjast alltaf á sama hópinn og hefðarkettirnir eru stikkfrí. Í Grikklandi hafa líka viðgengist víðtækar hömlur á atvinnufrelsi, sem ekki standast leikreglur hins sameiginlega evrópska markaðar. Ísland gæti ekki sem aðili að EES haft kvótakerfi á leyfum til að keyra vörubíla svo dæmi sé tekið, en slíkt hefur til þessa dags viðgengist í Grikklandi. Meðal þess sem grísk stjórnvöld hafa marglofað skuldunautum sínum, en ekki efnt, er að afnema hömlur af þessum toga.Eins og Ísland 1975 Mér er það minnisstætt hversu hissa starfsmenn AGS voru á skilvirkni skattkerfisins á Íslandi á árunum 2008-2011: Ef við sögðumst ætla að hækka einhvern skatt þá skilaði hann sér nákvæmlega eins og við reiknuðum með. En það er ekki áskapað Íslendingum að búa við réttlátt skattkerfi. Það er afleiðing réttra pólitískra ákvarðana fyrir tiltölulega stuttu síðan. Með nokkurri einföldun má nefnilega segja að skattkerfi Grikkja svipi til þess sem var á Íslandi árið 1975: Ef menn voru í réttum flokki fengu þeir að borga skatta á vaxtalausum víxlum í 60% verðbólgu og fyrirtæki sem skulduðu vörsluskatta fengu óáreitt að stunda rekstur áfram, ef þau nutu skjóls hjá yfirvöldum. Skattkerfisbreytingar á Íslandi urðu á endanum fyrir harðfylgi stjórnmálamanna sem skynjuðu kall tímans. Fyrirmyndir voru sóttar erlendis frá. Flestar réttarbætur á sviði mannréttindamála hér á landi hafa orðið vegna dóma Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu. Og með aðildinni að EES-samningnum var endi bundinn á lögverndaða einokun eða fákeppni fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í flestum þeim atvinnugreinum sem sá samningur tók til. Og í þeim atvinnugreinum sem EES-samningurinn tekur ekki til, er enn við lýði fákeppni rétt tengdra afla. Staða Grikklands nú er áminning um hvað getur gerst ef ríkisvaldinu er beitt í þágu forréttindahópa og vildarvinum hlíft við samkeppni, eins og hér gerðist áratugum saman og nú gætir aftur tilhneigingar til. Fordæmi Íslands sýnir betur en flest annað að alþjóðlegt samstarf er besta leiðin til að vinna á slíku.Skuld að gjalda? Allir vita að Grikkir tóku lán umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfði og fóru á svig við reglur evrusamstarfsins um skuldsetningarhlutfall ríkja. Þeir nutu þess að bankar lánuðu öllum evruríkjum á lítið hærri kjörum en Þýskaland naut. En allir vissu eða máttu vita að grískt efnahagslíf var ekki jafn sterkt og það þýska og geta til endurgreiðslu ekki sambærileg. Lánveitingarnar réttlættu bankarnir á þeirri væntingu að ríkissjóðir annarra evruríkja myndu hlaupa undir bagga með Grikkjum ef harðnaði á dalnum, þótt hvergi væri í evrusamstarfinu að finna fyrirheit um slíkt. Hægt væri með öðrum orðum að hengja byrðina um háls skattborgara í öðrum ríkjum, ef Grikki þryti afl til endurgreiðslu. Stærsti hluti vandans er ekki skuldsetning Grikkja heldur siðlausar lánveitingar banka, sem reikna með því að forgangur fjármagns yfir fólki verði ávallt tryggður. Það var enginn sem píndi evrópska banka til að lána Grikkjum gríðarfé á áþekkum kjörum og Þjóðverjum buðust. Af hverju finnst okkur alltaf að bankar eigi að fá allt sem þeir lána til baka og að öllu sé fórnandi til að það takist? Um það mun ég fjalla í næstu grein.
Er Evrópusambandið vandamálið? – um Grikkland og vald fjármagns yfir fólki Það er ekkert launungarmál að talsmenn aðildar að ESB hér á landi hafa margir horft til sameiginlegs gjaldmiðils, evrunnar, sem stærsta kostsins við fulla aðild. 23. júlí 2015 07:00
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun