Aur fyrir aur Eva H. Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun