Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Dvöl sumra ferðamanna á Þingvöllum hefur einskorðast við að bíða hér í röð og skoða salernisaðstöðuna á Hakinu að innan.Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. Nefndin hafi því ákveðið að hætta innheimtunni þegar nýtt bílastæðagjald verður tekið upp. Kallar eftir sameiginlegu átaki opinberra aðila og ferðaþjónustunnar. vísir/pjetur „Okkur fannst þetta hefta of mikið ferðamennina,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar, um þá ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir afnot af salernum þjóðgarðsins á Hakinu. Salernisgjaldið, sem er 200 krónur, verður afnumið þegar nýtt bílastæðagjald verið tekið upp á Þingvöllum. Það verður sennilega síðar í sumar eða haust. Að sögn Sigrúnar tókst innheimta salernisgjaldsins ekki eins og til var ætlast. Bæði hafi sumir reynt að koma sér undan því að borga og búnaðurinn hafi verið bilunargjarn. Þyngst vegi þó að kerfið hafi verið tafsamt. „Svona hlið þýðir töf og það myndi verða betra flæði að þurfa ekki að borga þar neitt. Maður sá þessar biðraðir hjá fólkinu í rútunum sem sá svo aldrei Þingvelli því það stóð bara í biðröð til þess að komast á klósett,“ útskýrir Sigrún. Í tilefni fréttar í gær af fólki sem hægir sér aftan við Þingvallabæinn undirstrikar Sigrún að á Vallhallarreitnum þar skammt undan séu fjögur salerni auk þess sem tvö salerni séu við Silfru. „Þannig að sitthvorum megin við þetta ógeð eru þó sex salerni,“ segir Sigrún og upplýsir að það kosti þjóðgarðinn hálfa milljón króna á mánuði að reka salernin fjögur á Valhallarreitnum.Sigrún Magnúsdóttir„Þannig að það hefur vissulega verið reynt að koma til móts við kröfur en það virkar eins og menn hafi hreint út sagt ekki vitað um þau. Það hvílir líka ábyrgð á leiðsögumönnum að afla sér upplýsinga um staðhætti,“ segir Sigrún. Auk þess að vera formaður Þingvallanefndar er Sigrún umhverfisráðherra. Hún segir salernismálin víða um land mikið áhyggjuefni. „Það er mitt sem umhverfisráðherra að reyna að verja náttúru landsins og mér svíður hvernig ástandið er,“ segir Sigrún, sem segir lausnina felast í samhentu átaki. „Ég treysti alltaf á samvinnuhugsjónina; það þarf samhent átak ríkis, sveitarfélaga og þjónustuaðila,“ segir umhverfisráðherra, sem kveður vandann nú felast í því að menn hafi ekki séð fyrir fjölda ferðamanna í dag fyrir tíu árum. „En hver gerði það svo sem?“fréttablaðið/pjeturSegja ferðafólk forðast salernin Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir dæmi um að leiðsögumenn hvetji gesti til að greiða ekki fyrir að nota salerni sem boðið sé upp á í þjóðgarðinum. Þess í stað bendi þeir fólkinu á að ganga örna sinna úti í náttúrunni. Í yfirlýsingu þjóðgarðsstarfsfólksins kemur fram að nýlega hafi verið reist girðing við salernin við Hakið því fólk hafi gert þarfir sínar á veggina. Með því sparar það sér tvö hundruð krónur sem það hefði annars þurft að greiða fyrir að nýta klósettin. „Í þjónustumiðstöðinni á Leirum er 21 gjaldfrjálst salerni en þrátt fyrir það lenda starfmenn iðulega í því að ferðamenn fara bak við byggingar þjóðgarðsins og létta á sér fyrir framan þá og aðra,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Salerni þjóðgarðsins eru alls 56 og það er sama hvar þú ert staddur á svæðinu, aldrei er lengra en 1.300 metrar á „Frissabúð“. „Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ sagði leiðsögumaðurinn Helgi Jón Davíðsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Á forsíðu blaðsins í gær var vakin athygli á því að margir ferðamenn nýta náttúru þjóðgarðsins sem salerni. Klósettpappír og saur mætti finna á víð og dreif um svæðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Okkur fannst þetta hefta of mikið ferðamennina,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, formaður Þingvallanefndar, um þá ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir afnot af salernum þjóðgarðsins á Hakinu. Salernisgjaldið, sem er 200 krónur, verður afnumið þegar nýtt bílastæðagjald verið tekið upp á Þingvöllum. Það verður sennilega síðar í sumar eða haust. Að sögn Sigrúnar tókst innheimta salernisgjaldsins ekki eins og til var ætlast. Bæði hafi sumir reynt að koma sér undan því að borga og búnaðurinn hafi verið bilunargjarn. Þyngst vegi þó að kerfið hafi verið tafsamt. „Svona hlið þýðir töf og það myndi verða betra flæði að þurfa ekki að borga þar neitt. Maður sá þessar biðraðir hjá fólkinu í rútunum sem sá svo aldrei Þingvelli því það stóð bara í biðröð til þess að komast á klósett,“ útskýrir Sigrún. Í tilefni fréttar í gær af fólki sem hægir sér aftan við Þingvallabæinn undirstrikar Sigrún að á Vallhallarreitnum þar skammt undan séu fjögur salerni auk þess sem tvö salerni séu við Silfru. „Þannig að sitthvorum megin við þetta ógeð eru þó sex salerni,“ segir Sigrún og upplýsir að það kosti þjóðgarðinn hálfa milljón króna á mánuði að reka salernin fjögur á Valhallarreitnum.Sigrún Magnúsdóttir„Þannig að það hefur vissulega verið reynt að koma til móts við kröfur en það virkar eins og menn hafi hreint út sagt ekki vitað um þau. Það hvílir líka ábyrgð á leiðsögumönnum að afla sér upplýsinga um staðhætti,“ segir Sigrún. Auk þess að vera formaður Þingvallanefndar er Sigrún umhverfisráðherra. Hún segir salernismálin víða um land mikið áhyggjuefni. „Það er mitt sem umhverfisráðherra að reyna að verja náttúru landsins og mér svíður hvernig ástandið er,“ segir Sigrún, sem segir lausnina felast í samhentu átaki. „Ég treysti alltaf á samvinnuhugsjónina; það þarf samhent átak ríkis, sveitarfélaga og þjónustuaðila,“ segir umhverfisráðherra, sem kveður vandann nú felast í því að menn hafi ekki séð fyrir fjölda ferðamanna í dag fyrir tíu árum. „En hver gerði það svo sem?“fréttablaðið/pjeturSegja ferðafólk forðast salernin Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir dæmi um að leiðsögumenn hvetji gesti til að greiða ekki fyrir að nota salerni sem boðið sé upp á í þjóðgarðinum. Þess í stað bendi þeir fólkinu á að ganga örna sinna úti í náttúrunni. Í yfirlýsingu þjóðgarðsstarfsfólksins kemur fram að nýlega hafi verið reist girðing við salernin við Hakið því fólk hafi gert þarfir sínar á veggina. Með því sparar það sér tvö hundruð krónur sem það hefði annars þurft að greiða fyrir að nýta klósettin. „Í þjónustumiðstöðinni á Leirum er 21 gjaldfrjálst salerni en þrátt fyrir það lenda starfmenn iðulega í því að ferðamenn fara bak við byggingar þjóðgarðsins og létta á sér fyrir framan þá og aðra,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Salerni þjóðgarðsins eru alls 56 og það er sama hvar þú ert staddur á svæðinu, aldrei er lengra en 1.300 metrar á „Frissabúð“. „Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ sagði leiðsögumaðurinn Helgi Jón Davíðsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Á forsíðu blaðsins í gær var vakin athygli á því að margir ferðamenn nýta náttúru þjóðgarðsins sem salerni. Klósettpappír og saur mætti finna á víð og dreif um svæðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira