Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. vísir/andri marinó Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. Fréttir af flugi Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga.
Fréttir af flugi Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent